Keppendur, fyrirmyndir og fordómar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun