Juventus vann aftur öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 20:53 Dušan Vlahović skoraði tvö í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Sjá meira
Juventus fékk draumabyrjun á tímabilinu þegar liðið vann þægilegan sigur á nýliðum Como. Mótherji kvöldsins var öllu erfiðari en lið Hellas Verona er sýnd veiði en ekki gefin. Það er að segja fyrir leik kvöldsins en hann endaði á að vera leikur kattarins að músinni. Á rétt rúmum tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik gerði Juventus svo gott sem út um leikinn. Dušan Vlahović kom gestunum yfir með snöggu skoti úr miðju vítateignum eftir undirbúning Kenan Yıldız. Markvörður Verona, Lorenzo Montipo, kom engum vörnum við og staðan 1-0 gestunum í vil. The gaffer is impressed 👍 #VeronaJuve 0-1 pic.twitter.com/FiJjxbmvqc— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 Juventus í vil. Að þessu sinni var það Nicola Savona sem skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf Samuel Mbangula. Gestirnir þar af leiðandi í toppmálum þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. The quick stride of Samuel Mbangula ⚡#VeronaJuve pic.twitter.com/xYObWbKZkm— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 26, 2024 Snemma í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu sem Vlahović þrumaði í netið og staðan orðin 3-0 Juventus í vil. Reyndust það lokatölur leiksins og lærisveinar Motta setjast því á topp Serie A með fullt hús eftir tvær umferðir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Sjá meira