Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Atli Már Guðfinsson skrifar 27. ágúst 2024 13:24 Fyrirliði nýliða Rafik í Ljósleiðaradeildinni, Ferenc Szabo, mætir til leiks með sterka og samhenta liðsheild sem mun leggja allt undir í þeirri hörðu baráttu sem framundan er. Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. „Við erum alveg búnir að þurfa að vinna hart fyrir þessu,“ segir fyrirliðinn Ferenc Szabo. „Baráttan var orðin frekar hörð undir það síðasta en við komum okkur upp.“ Ferenc segir liðsheildina sterka og andinn í hópnum sé mjög góður. „Algjörlega. Einn þeirra er yngri bróðir minn og svo erum við bara mjög góðir vinir eftir að hafa spilað þennan leik saman,“ segir Ferenc sem telst til að hann sé búinn að spila Counter Strike síðan að minnsta kosti 2005. Hann bætir við að hann sé síður en svo orðinn leiður á leiknum eftir þessa tvo áratugi enda alltaf verið að uppfæra leikinn. „Þetta er orðið CS 2 núna en var 1.5 eða 1.6 þegar ég byrjaði.“ Aðspurður segir Ferenc þá félaga vera komna til að vera í Ljósleiðaradeildinni þótt þeir séu vel meðvitaðir um að baráttan verði hörð og að andstæðingarnir muni mæta þeim af fullri hörku enda keyri einbeittur sigurvilji alla áfram í Counter Strike. „Það er smá stress í okkur en ég held að það sé óþarfi,“ heldur Ferenc áfram þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að vera komnir í flokk þeirra bestu. „Ætli Dusty séu ekki bestir í dag. Við erum ekki búnir að spila á móti þeim áður og hlakkar til að mæta þeim,“ segir Ferenc þegar hann er spurður hvort Rafvik hafi meiri áhyggjur af einhverju einu liði umfram önnur sem bíða þeirra í Ljósleiðaradeildinni. Ljósleiðaradeildin í Counter Strike hefst aftur þriðjudaginn 3. september með breyttu sniði þar sem allir spila við alla einu sinni (e. single round robin) áður en 6 efstu liðin fara í útsláttarkeppni. Verðlaunaféð hefur verið aukið og er í ár samtals 3.000.000 krónur og Counter-Strike á Íslandi aldrei verið sterkari. Liðsskipan Rafik í Ljósleiðaradeildinni: Ferenc Szabo (z4n3) - Captain/IGL Adam Szabo (Toker) - Rifler/AWP Bjarki Snær Halldórsson (snowy1) - Rifler Brynjar Thor Gunnarsson (n1njaDOC) - Rifler Ólafur Ævar Kristinsson (Drjoli) - Rifler Sigurður Þórhallsson (Instant) - Stand in Rafíþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti
„Við erum alveg búnir að þurfa að vinna hart fyrir þessu,“ segir fyrirliðinn Ferenc Szabo. „Baráttan var orðin frekar hörð undir það síðasta en við komum okkur upp.“ Ferenc segir liðsheildina sterka og andinn í hópnum sé mjög góður. „Algjörlega. Einn þeirra er yngri bróðir minn og svo erum við bara mjög góðir vinir eftir að hafa spilað þennan leik saman,“ segir Ferenc sem telst til að hann sé búinn að spila Counter Strike síðan að minnsta kosti 2005. Hann bætir við að hann sé síður en svo orðinn leiður á leiknum eftir þessa tvo áratugi enda alltaf verið að uppfæra leikinn. „Þetta er orðið CS 2 núna en var 1.5 eða 1.6 þegar ég byrjaði.“ Aðspurður segir Ferenc þá félaga vera komna til að vera í Ljósleiðaradeildinni þótt þeir séu vel meðvitaðir um að baráttan verði hörð og að andstæðingarnir muni mæta þeim af fullri hörku enda keyri einbeittur sigurvilji alla áfram í Counter Strike. „Það er smá stress í okkur en ég held að það sé óþarfi,“ heldur Ferenc áfram þegar hann er spurður hvernig tilfinning það sé að vera komnir í flokk þeirra bestu. „Ætli Dusty séu ekki bestir í dag. Við erum ekki búnir að spila á móti þeim áður og hlakkar til að mæta þeim,“ segir Ferenc þegar hann er spurður hvort Rafvik hafi meiri áhyggjur af einhverju einu liði umfram önnur sem bíða þeirra í Ljósleiðaradeildinni. Ljósleiðaradeildin í Counter Strike hefst aftur þriðjudaginn 3. september með breyttu sniði þar sem allir spila við alla einu sinni (e. single round robin) áður en 6 efstu liðin fara í útsláttarkeppni. Verðlaunaféð hefur verið aukið og er í ár samtals 3.000.000 krónur og Counter-Strike á Íslandi aldrei verið sterkari. Liðsskipan Rafik í Ljósleiðaradeildinni: Ferenc Szabo (z4n3) - Captain/IGL Adam Szabo (Toker) - Rifler/AWP Bjarki Snær Halldórsson (snowy1) - Rifler Brynjar Thor Gunnarsson (n1njaDOC) - Rifler Ólafur Ævar Kristinsson (Drjoli) - Rifler Sigurður Þórhallsson (Instant) - Stand in
Rafíþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti