Hlaupið í 40 ár Ingvar Sverrisson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Í dag á Reykjavíkurmaraþonið okkar 40 ára afmæli. Það voru miklir eldhugar sem reimuðu á sig skóna og stóðu að fyrsta maraþoninu 1984 og hleyptu af stað þessari skemmtilegu og góðu hefð. Frá 2003 hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur, samtök íþróttafélaganna í Reykjavík, haft umsjón með og séð um framkvæmd hlaupsins. Íslandsbanki hefur verið öflugur stuðnings- og samstarfsaðili hlaupsins frá 1997. Í áranna rás hefur þátttakendum fjölgað gríðarlega, í fyrsta hlaupinu voru 214 hlauparar, í heilu og hálfu maraþoni. Þegar þetta er skrifað stefnir í að það verði metþátttaka í hlaupinu í ár, það segir mikið um okkar góða starf að líkur eru á að þátttakendur verði yfir 4000 í heilu og hálfu maraþoni og þar að auki eru 6.500 sem hlaupa 10 km. Þessi mikli vöxtur væri ekki mögulegur nema fyrir það góða samstarf og samvinnu sem ÍBR hefur átt við íþróttafélögin og fleiri aðila á höfuðborgarsvæðinu. Við hlaupið starfa nú yfir 600 sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum sem fá greitt fyrir störf sinna félagsmanna. Með þessum hætti er hlaupið mikilvæg fjáröflun fyrir íþróttastarfið í borginni og um leið skemmtilegt félagslegt verkefni. ÍBR hefur lagt mikla áherslu á að bæta og efla umgjörð hlaupsins ár frá ári, að það uppfylli allar faglegar kröfur keppnishlaupara á hæsta getustigi en sé einnig stærsta lýðheilsuhátíð landsins það hefur tekist. Það er alveg einstakt í hlaupaheiminum hversu vel hefur tekist að flétta ólík markmið og hlutverk saman í Reykjavíkurmaraþoninu. Við erum með faglegt og vel skipulagt keppnishlaup þar sem hlauparar víða að úr heiminum keppast um sigur og að bæta sinn árangur á frábærri braut. Góður árangur hér hefur oft nýst hlaupurum til að fá aðgang að hlaupum úti í heimi. Síðan sjáum við þann breiða fjölda sem hleypur sér til heilsubótar og ánægju, ýmist á eigin vegum eða í hlaupa- og vinahópum. Maraþonið er oft hápunktur eða uppskeruhátíð eftir langan undirbúning og stífar æfingar. Svo er það Skemmtiskokkið, fyrir allt það fólk á öllum aldri sem hleypur sér og öðrum til ánægju og gleði. Þetta samspil eða samhlaup er eitt af því sem gerir Reykjavíkurmaraþonið að viðburði sem sameinar lýðheilsumarkmið ÍSÍ, UMFÍ og afrekshlaupara á einstakan hátt en er um leið ómissandi þáttur á Menningarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt. Það er mikilvægt að halda þessari sérstöðu áfram og tryggja þann breiða stuðning og sess sem hlaupið skipar í þjóðlífinu. Þá er ónefnt að síðan 2007 hefur verið hægt að heita á einstaka hlaupara til stuðnings góðgerðaverkefnum að þeirra vali. Það er gaman og hjartastyrkjandi að fylgjast með þeim fjölmörgu sem hlaupa til að styðja aðra með margvíslegum hætti og dregur fram með skýrum hætti hvernig hreyfing, lýðheilsa og samfélag fléttast saman. Hver einasta króna skilar sér til viðkomandi góðgerðafélags en Íslandsbanki hefur séð um allan kostnað þessu tengdu. Í fyrra söfnuðumst tæplega 200 miljónir króna og frá upphafi hafa safnast um 1.450 milljónir króna! Það er af mörgu að taka þegar litið er til baka yfir 40 ára sögu Reykjavíkurmaraþonsins og ég er mjög stoltur af íþróttafélögunum hér í Reykjavík, að standa saman í því að láta okkur í ÍBR hafa umsjón með þessu stóra hlaupi. Og þá ekki síður af okkar frábæra starfsfólki sem sinnir þeim fjölmörgu verkefnum sem hlaupinu fylgja. Það er ekki rúm hér til að nefna fjölmargt annað merkilegt frá síðustu 40 árum, en það sem stendur alltaf upp úr er gleðin sem skín úr hverju andliti í hlaupinu, hvort sem það eru hlauparar eða áhorfendur og stuðningsmenn. Þessi gleði er kjarninn í hlaupinu og hana megum við aldrei missa. Til hamingju með afmælið! Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun