Takk Agnes fyrir að standa með konum í neyð Rósa Björg Brynjarsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 15:31 Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar líður að lokum skipunartíma Agnesar M. Sigurðardóttur, sem fyrst kvenna var skipuð biskup Íslands, langar mig að þakka henni sérstaklega fyrir að hafa beitt sér fyrir opnun Skjólsins, sem byggir á hennar hugmynd um úrræði fyrir heimilislausar konur. Í fjögur ár hefur Þjóðkirkjan og Hjálparstarf kirkjunnar boðið konum sem búa við heimilisleysi, eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi eða búa við ótryggar aðstæður velkomnar í Skjólið. Í Skjólinu geta konurnar hvílt sig, borðað saman auk þess sem þeim stendur til boða hreinlætisaðstaða. Þá er starfsfólk Skjólsins til staðar til að sinna þörfum kvennanna fyrir samveru og nánd. Á þessum fjórum árum sem Skjólið hefur verið starfrækt hefur Agnes biskup og djáknar biskupsstofu verið reglulegir gestir hjá okkur. Agnes kom í reglulegar heimsóknir þegar konurnar okkar hafa óskað eftir samtali, eða bara litið við til að heilsa upp á okkur. Þær stundir hafa verið okkur ómetanlegar. Agnes hefur einnig átt samveru með okkur öll jól þar sem við höfum borðað góðan mat saman og hún hefur lesið fyrir okkur jólaguðspjallið – allt stundir sem okkur þykir afar vænt um. Auk þess að fjármagna rekstur Skjólsins hefur aðkoma kirkjunnar reynst afar mikilvæg fyrir starfið sem er ein helsta birtingarmynd kærleiksþjónustu kirkjunnar þar sem hér er jaðarsettum konum veitt skjól. Fyrir hönd þeirra rúmlega 130 kvenna sem hafa heimsótt okkur frá opnun og starfskvenna Skjólsins þakka ég Agnesi biskupi kærlega fyrir að hafa komið hugmyndinni að Skjólinu í framkvæmd. Ég hef fundið að konurnar upplifa öryggi og að það hafi, eins og þær hafa orðað það, „bjargað lífinu“ að geta komið í Skjólið. Takk Agnes. Höfundur er umsjónarkona Skjólsins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar