Íslenski boltinn

Glenn rekinn frá Kefla­vík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonathan Glenn stýrði Keflavík í síðasta sinn í 3-4 tapi fyrir FH í síðustu viku. Keflvíkingar voru 3-0 yfir í hálfleik en FH-ingar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn.
Jonathan Glenn stýrði Keflavík í síðasta sinn í 3-4 tapi fyrir FH í síðustu viku. Keflvíkingar voru 3-0 yfir í hálfleik en FH-ingar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn. vísir/diego

Botnlið Bestu deildar kvenna, Keflavík, hefur sagt þjálfaranum Jonathan Glenn upp störfum.

Víkurfréttir greina frá þessu í kvöld. Þar segir að Guðrún Jóna Kristjánsdóttir muni stýra Keflvíkingum á meðan unnið sé að því að ganga frá fyrirkomulagi á þjálfarateymi liðsins.

Keflavík er í tíunda og neðsta sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir sautján umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð.

Glenn tók við Keflavík fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið þjálfari ÍBV í eitt ár. Undir hans stjórn enduðu Keflvíkingar í 8. sæti í fyrra.

Næsti leikur leikur Keflavíkur og jafnframt sá síðasti fyrir úrslitakeppnina er gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×