Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 13:16 Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures sem á Kerið segir á dagskránni að reisa þjónustumiðstöð við Kerið og salernisaðstöðu. Engin salerni eru á svæðinu þrátt fyrir að ferðamenn hafi greitt gjald af því í ellefu ár. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira