Skaftárhlaup líklega að hefjast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:16 Skaftá í Skaftárhlaupi 2022. Ragnar Axelsson Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent