Áfengisdrykkja ekki áberandi vandamál á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 12:01 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson telja áfengisdrykkju ekki vandamál á Alþingi. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis. Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“ Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent