Mótið hefst í kvöld en það verður þó ekki spilað í Íþróttahúsinu í Strandgötu að þessu sinni heldur á Ásvöllum.
Auk Hafnarfjarðarliðanna tveggja, FH og Hauka, þá taka þátt í mótinu í ár lið ÍBV og Stjörnunnar.
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar síðasta vor, Eyjamenn komst í undanúrslitin en bæði Haukarnir og Stjörnumenn duttu út í átta liða úrslitunum.
FH og Haukar spila við bæði hin liðin á þriðjudegi og fimmtudegi en mætast svo innbyrðis í lokaleiknum á laugardaginn.
Leiktímarnir eru klukkan 18.00 og klukkan 20.00 á fyrstu tveimur dögunum og svo klukkan 11.00 og klukkan 13.00 á laugardaginn. Alla leikjadagskrána má sjá hér fyrir neðan.
Það er frítt inn á alla leikina í ár.