Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 09:22 Frá æfingum lögreglumanna með rafbyssur. Vísir/Arnar Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra. Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Rúmlega 460 lögreglumenn á landinu hafa hlotið þjálfun og öðlast réttindi til þess að bera rafbyssur, sem lögreglan nefnir rafvarnarvopn, samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra. Aðeins menntaðir lögreglumenn sem hafa fengið þjálfun í notkun vopnanna eiga að bera þau. Ríkislögreglustjóraembættið fullyrðir að mikið eftirlit verði með notkun rafbyssnanna, meðal annars með sjálfvirkum skráningum og myndupptökum úr búkmyndavélum. Tölfræði um notkun vopnanna verður birt opinberlega reglulega. Lögreglufólki varð heimilt að nota rafbyssur í lok janúar í fyrra þegar Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, undirritaði reglubreytingu þess efnis. Breytingin var afar umdeild í samfélaginu og innan ríkisstjórnarinnar. Síðasta sumar ákvað Guðrún Hafsteinsdóttir, sem þá hafði tekið við sem dómsmálaráðherra, í samráði við lögregluna að hefja innleiðingu rafbyssa og hófst þá þjálfun lögreglumanna. Ríkislögreglustjóri lét könnunarfyrirtækið Gallup gera skoðanakönnun um af stöðu fólks til rafbyssuburðar lögreglumanna í sumar. Niðurstöður hennar voru að rúmlega 51 prósent sagðist mjög eða frekar hlynnt því að lögreglan beri rafbyssur við störf sín. Tæplega þrjátíu prósent sögðu frekar eða mjög andvíg. Mestur stuðningur reyndist við að lögreglan beitti rafbyssum í tilfellum þar sem maður ógnar öðrum með hnífi eða er vopnaður hnífi. Rétt innan við helmingsstuðningur var við að lögreglan beitti rafbyssum í óeirðum. Tæplega helmingur var andvígur því að rafbyssum væri beitt á fimmtán til átján ára ungmenni sem sýna ofbeldisfulla hegðun. Fréttamaður Stöðvar 2 fór á rafbyssuæfingu hjá ríkislögreglustjóra í fyrra.
Lögreglan Skoðanakannanir Rafbyssur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira