„Fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þings Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 10:39 Þingmenn eiga það til að mæta undir áhrifum í þingsal þegar þingfundir dragast á langinn. vísir/vilhelm Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig. Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbýður drykkjan á þingi. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins. Mismunandi upplifun Birgir Ármannsson forseti Alþingis lítur ekki svo á að áfengisneysla á þingi sé viðvarandi vandamál. „En þetta kom til umræðu í forsætisnefnd í sumar, eftir lokadaga fyrir þinglok. Einhverjir töldu ákveðna þingmenn hafa verið fullþaulsetna á einhverjum veitingastöðum þegar fundir drógust frameftir að kvöldi. Upplifun fólks var nú með mismunandi hætti um þetta.“ Þingmenn hafi komið til atkvæðagreiðslu eftir setuna, en áfengisneyslan ekki truflað þingstörf. Niðurstaða Birgis er samt sú að hann hyggst ræða við þingflokksformenn um málið. Birgir sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þinginu. vísir/vilhelm „Þannig að það sé skýrt að allir verða að gæta sín í þessu sambandi,“ segir Birgir. „Ýmsum í forsætisnefnd þótti einhver brögð að þessu.“ Hann áréttir að engar veigar hafi verið í boði á vegum þingsins. Þá hafi ekki verið kvartað yfir nafngreindum þingmönnum til nefndarinnar. „Það er ekki verið að vísa til neinna tiltekinna atvika, ekki svo ég viti til. En ég tek það fram að upplifun fólks í forsætisnefnd var nú að einhverju leyti misjöfn hvað þetta varðaði.“ Meira á árum áður Hefð hafði skapast fyrir því á árum áður að drekka áfengi á lokadegi þings. Birgir segir hins vegar ljóst að áfengisneyslan hafi færst til mun betri vegar á síðustu árum. „En það hefur oft komið fyrir, yfir langan tíma, að þegar þingfundir dragast frameftir að kvöldi sé fólk að koma í atkvæðagreiðslu eftir að hafa verið út að borða eða eitthvað þess háttar. En það er ekki þannig að þetta sé að trufla störf þingsins.“ Menn séu einnig meðvitaðri um að fara varlega. „Ég held að stóra breytingin hafi verið á sínum tíma þegar farið var að sýna þingfundi í beinni útsendingu, fyrir einhverjum áratugum síðan.“ Það sé ekki hlutverk forseta að hafa áfengismæla við dyrnar, einungis að sjá til þess að þingfundir gangi vel fyrir sig.
Alþingi Vinstri græn Áfengi og tóbak Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira