Jóhann Berg á leið til Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 20:30 Jóhann Berg í einum af 93 A-landsleikjum sínum. Marcel ter Bals/Getty Images Heimildir Vísis herma að íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sé á leið til Sádi-Arabíu frá enska B-deildarfélaginu Burnley. Jóhann Berg hefur leikið með Burnley síðan 2016 en eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð rann samningur hans út og var hann samningslaus um tíma. Á endanum ákvað Jóhann Berg að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár. Eftir að koma ekki við sögu í fyrsta leik tímabilsins í ár þá kom hann inn af bekknum og skoraði í öruggum 5-0 sigri á Cardiff City í annarri umferð. Burnley hefur unnið fyrstu tvo leikina sína í B-deildinni og skorað 9 mörk. Ef eitthvað er að marka byrjun tímabilsins þá bendir allt til að liðið sé á leið upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik í vor. Hinn 33 ára gamli Jóhann Berg skrifaði undir árs samning nú í sumar en nú virðist sem hann gæti verið á förum áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. 🇮🇸🚨 EXCL. Jóhann Berg Gudmundsson close to sign in Saudi Arabia! Icelandic right winger made his medical tests today in order to complete his move to the Saudi Pro League. Told this deal’s imminent now. #twitterclarets #BurnleyFC #SPL pic.twitter.com/gKsC7URH62— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 19, 2024 Það var belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greindi fyrst frá á X-síðu sinni, áður Twitter, áður en heimildir Vísis staðfestu að Jóhann Berg væri á leið í víking til Sádí-Arabíu. Ekki er vitað um hvaða lið er að ræða að svo stöddu. Jóhann Berg á að baki 93 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 8 mörk. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Jóhann Berg hefur leikið með Burnley síðan 2016 en eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð rann samningur hans út og var hann samningslaus um tíma. Á endanum ákvað Jóhann Berg að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár. Eftir að koma ekki við sögu í fyrsta leik tímabilsins í ár þá kom hann inn af bekknum og skoraði í öruggum 5-0 sigri á Cardiff City í annarri umferð. Burnley hefur unnið fyrstu tvo leikina sína í B-deildinni og skorað 9 mörk. Ef eitthvað er að marka byrjun tímabilsins þá bendir allt til að liðið sé á leið upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik í vor. Hinn 33 ára gamli Jóhann Berg skrifaði undir árs samning nú í sumar en nú virðist sem hann gæti verið á förum áður en félagaskiptaglugginn lokar um komandi mánaðarmót. 🇮🇸🚨 EXCL. Jóhann Berg Gudmundsson close to sign in Saudi Arabia! Icelandic right winger made his medical tests today in order to complete his move to the Saudi Pro League. Told this deal’s imminent now. #twitterclarets #BurnleyFC #SPL pic.twitter.com/gKsC7URH62— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 19, 2024 Það var belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greindi fyrst frá á X-síðu sinni, áður Twitter, áður en heimildir Vísis staðfestu að Jóhann Berg væri á leið í víking til Sádí-Arabíu. Ekki er vitað um hvaða lið er að ræða að svo stöddu. Jóhann Berg á að baki 93 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 8 mörk.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira