Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 19:12 Mikil umferð var um brúna þegar hún opnaði. Ímynd/Vegagerðin Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira