Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2024 12:00 Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir aukna kortaveltu Íslendinga og ferðamanna hér á landi hafa komið á óvart. Það hafi því ekki slaknað eins mikið á hagkerfinu og vonir voru bundnar við þegar hófsamir kjarasamningar voru undirritaðir snemma á þessu ári. Vísir/Vilhelm Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. Í síðustu viku kannaði Seðlabankinn væntingar 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði til þróunar verðbólgu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 6,2% á yfirstandandi ársfjórðungi, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum. Það væri meiri verðbólga en þeir væntu í síðustu könnun sem gerð var í apríl. Markaðsaðilar reikni hins vegar með verðbólga verði 4,3% að ári liðnu, samanborið við 4,6% í síðustu könnun. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir Hagspá bankans reikna með að verðbólgan fari loksins að gefa eftir á haustmánuðum og fyrstu mánuðum næsta árs.Vísir/Vilhelm Hagsjá Landsbankans er á svipuðum slóðum og markaðasaðilar í könnun Seðlabankans og spáir því að verðbólga verði 6,3 prósent í þessum mánuði. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir aukna verðbólgu að undanförnu hafa komið á óvart. „Og það eru ýmsir hagvísar sem benda til þess að það sé enn þá mikill eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu. Við sjáum það að kortavelta Íslendinga hefur verið töluverð á undanförnum mánuðum. Það er mikil spenna á fasteignamarkaði,“ segir Una. Hæstu meginvextir vestrænna ríkja hafa ekki náð að keyra niður verðbólguna með sama hraða og peningastefnunefnd Seðlabankans var að vona. Því telja flestir markaðsaðilar að nefndin muni enn halda vöxtunum óbreyttum í 9,25 prósentum á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag.Vísir/Vilhelm Þá hafi kortavelta útlendinga hér á landi einnig aukist milli ára sem yki líka spennuna í hagkerfinu. Það hafi því ekki slaknað eins mikið á hagkerfinu og áður hafi verið talið á háir vextir myndu leiða til. Una segir Hagsjá Landsbankans þó reikna með að verðbólga fari að gefa eftir á síðasta ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu mánuðum næsta árs og verði að meðaltali sex prósent á þessu ári. Seðlabankinn greinir frá ákvörðun sinni um meginvexti á miðvikudag en þeir hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra eins og áður sagði. Markaðsaðilar reikna almennt með að Seðlabankinn lækki ekki vextina og Una tekur undir það. „Óbreytt, að vextir verði óbreyttir.“ Og þá búnir að vera það í tólf mánuði? „Já, ég held að það sé lang líklegasta niðurstaðan,“ segir Una Jónsdóttir. Verðbólga jókst um 0,5 prósentustig frá júní til júlí þegar hún mældist 6,3 prósent en hún var 7,7 prósent þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Nýgerðir kjarasamningar í byrjun árs með hóflegum launahækkunum áttu að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta en það hefur ekki gengið eftir. Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir „Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. 16. ágúst 2024 13:58 Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. 16. ágúst 2024 09:08 Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. 15. ágúst 2024 23:58 Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. 30. júlí 2024 13:06 Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í síðustu viku kannaði Seðlabankinn væntingar 36 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði til þróunar verðbólgu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 6,2% á yfirstandandi ársfjórðungi, samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum. Það væri meiri verðbólga en þeir væntu í síðustu könnun sem gerð var í apríl. Markaðsaðilar reikni hins vegar með verðbólga verði 4,3% að ári liðnu, samanborið við 4,6% í síðustu könnun. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir Hagspá bankans reikna með að verðbólgan fari loksins að gefa eftir á haustmánuðum og fyrstu mánuðum næsta árs.Vísir/Vilhelm Hagsjá Landsbankans er á svipuðum slóðum og markaðasaðilar í könnun Seðlabankans og spáir því að verðbólga verði 6,3 prósent í þessum mánuði. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum segir aukna verðbólgu að undanförnu hafa komið á óvart. „Og það eru ýmsir hagvísar sem benda til þess að það sé enn þá mikill eftirspurnarþrýstingur í hagkerfinu. Við sjáum það að kortavelta Íslendinga hefur verið töluverð á undanförnum mánuðum. Það er mikil spenna á fasteignamarkaði,“ segir Una. Hæstu meginvextir vestrænna ríkja hafa ekki náð að keyra niður verðbólguna með sama hraða og peningastefnunefnd Seðlabankans var að vona. Því telja flestir markaðsaðilar að nefndin muni enn halda vöxtunum óbreyttum í 9,25 prósentum á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag.Vísir/Vilhelm Þá hafi kortavelta útlendinga hér á landi einnig aukist milli ára sem yki líka spennuna í hagkerfinu. Það hafi því ekki slaknað eins mikið á hagkerfinu og áður hafi verið talið á háir vextir myndu leiða til. Una segir Hagsjá Landsbankans þó reikna með að verðbólga fari að gefa eftir á síðasta ársfjórðungi þessa árs og á fyrstu mánuðum næsta árs og verði að meðaltali sex prósent á þessu ári. Seðlabankinn greinir frá ákvörðun sinni um meginvexti á miðvikudag en þeir hafa verið óbreyttir í 9,25 prósentum frá því í ágúst í fyrra eins og áður sagði. Markaðsaðilar reikna almennt með að Seðlabankinn lækki ekki vextina og Una tekur undir það. „Óbreytt, að vextir verði óbreyttir.“ Og þá búnir að vera það í tólf mánuði? „Já, ég held að það sé lang líklegasta niðurstaðan,“ segir Una Jónsdóttir. Verðbólga jókst um 0,5 prósentustig frá júní til júlí þegar hún mældist 6,3 prósent en hún var 7,7 prósent þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í 9,25 prósent í ágúst í fyrra. Nýgerðir kjarasamningar í byrjun árs með hóflegum launahækkunum áttu að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta en það hefur ekki gengið eftir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir „Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. 16. ágúst 2024 13:58 Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. 16. ágúst 2024 09:08 Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. 15. ágúst 2024 23:58 Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. 30. júlí 2024 13:06 Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. 16. ágúst 2024 13:58
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. 16. ágúst 2024 09:08
Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. 15. ágúst 2024 23:58
Ekki sammála því að atvinnulífið hafi brugðist Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur lítið fyrir yfirlýsingar formanns VR að atvinnulífið hafi brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn. 30. júlí 2024 13:06
Barátta Seðlabankans löngu töpuð „Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna. 24. júlí 2024 19:10