Lærisveinar Mourinho hentu frá sér tveggja marka forystu og ráðist var að forsetanum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 09:31 José Mourinho á hliðarlínunni í leiknum sem um er ræðir. Seskim Photo/Getty Images Fenerbahçe gerði 2-2 jafntefli við Göztepe á útivelli í tyrknesku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær eftir að komast 2-0 yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá var Ali Koc, forseta Fenerbahçe, hrint til jarðar og flöskum kastað í hann eftir að hann óð inn á völlinn. Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Ellismellurinn Edin Džeko kom gestunum í Fenerbahçe yfir með marki úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Það hafði greinilega nóg gengið á í fyrri hálfleik þar sem uppbótartíminn var lengri en vanalega, til að mynda höfðu heimamenn skorað mark sem var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins fór betur yfir það. Þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tvöfaldaði Youssef En Nesyri forystu gestanna og José Mourinho fór skælbrosandi inn í hálfleikspásuna. Í síðari hálfleik snerist dæmið við, heimamenn minnkuðu muninn um miðbik hálfleiksins og jöfnuðu svo metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Eftir leik sauð hins vegar allt upp úr í kjölfar þess að forseti gestanna, Ali Koc, strunsaði út á völl. Honum var hrint til jarðar og þá flaug flaska í andlit hans. Ekki er vitað hvort flöskunni hafi verið beint sérstaklega að honum eða hvort áhorfendur hafi bara verið að láta pirring sinn í ljós með því að fleygja hinum ýmsu hlutum niður á keppnisvöllinn. 17.08.2024🇹🇷Göztepe - Fenerbahçe, The moment Fenerbahçe President Ali Koç was hit by a shower of botles and fell to the ground, more here: https://t.co/Efqv2qxEuT pic.twitter.com/KSWinSveCx— Hooligans.cz Official (@hooliganscz1999) August 17, 2024 Fenerbahçe er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira