Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 12:11 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/ARnar Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira