„Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 21:37 Ten Hag ræðir við hetjuna Joshua Zirkzee áður en Hollendingurinn kemur inn á völlinn í kvöld. Vísir/Getty Varamenn Manchester United tryggðu liðinu sigur í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Fulham í kvöld. Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var ánægður með byrjunina á deildinni. „Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“ Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
„Varamenn eru alltaf mikilvægir og það var gott í fyrsta leiknum að sjá varamann koma inná og skora sigurmarkið,“ sagði Ten Hag í samtali við Skysports eftir leik. Alejandro Garnacho og Joshua Zirkzee komu inn af bekknum á 61. mínútu og voru mennirnir á bakvið sigurmark United. Garnacho sendi þá inn í teiginn á Zirkzee sem kom boltanum í netið. „Það sjá allir hve mikilvægir varamenn eru og þeir þurfa að vera tilbúnir.“ „Þá skapast vandræði“ Ten Hag sagði leiki gegn Fulham alltaf erfiða, liðið væri sterkt varnarlega og pressaði vel. „Eftir tíu mínútur fundum við taktinn í leiknum og náðum að pressa þá. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fyrr og það er eina gagnrýnin á liðið, að sýna drápseðli í teignum.“ United náði að halda hreinu í dag og það var Ten Hag ánægður með. „Fyrir tveimur árum héldum við hreinu oftast allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Þegar við náum festu hjá öftustu fjórum leikmönnunum þá munum við verjast vel. Ef það tekst ekki þá skapast vandræði.“ Noussair Mazraoui fór beint í byrjunarliðið eftir að hafa gengið til liðs við United frá Bayern Munchen í vikunni. Hann átti góðan leik í vinstri bakverðinum. Ten Hag var ánægður með nýjasta leikmann sinn Noussair Mazraoui.Vísir/Getty „Ég þekki Mazraoui svona. Hann er frábær varnarmaður og rólegur á boltanum. Hann er ekki í toppformi og þegar hann verður kominn í 100% þá getur hann gert miklu meira. Hann þarf að vinna í forminu.“ Hollendingurinn Joshua Zirkzee kom til United frá Bologna í sumar og gat varla byrjað betur, sigurmark í fyrsta úrvalsdeildarleiknum. „Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann ætti að vera þar sem hann var. En hann er með fleiri eiginleika og hann þarf að finna jafnvægið, hann þarf að mæta í teiginn til að geta klárað færin. Við viljum líka fá hann til að tengja við miðjuna. Við erum með frábæra miðjumenn í kringum hann til að búa til þessar tengingar,“ sagði Ten Hag um Hollendinginn. „Svo ánægður að við lentum ekki í meiðslum“ Hann sagði byrjunina gefa mönnum gott veganesti fyrir framtíðina. „Þetta var fyrsti leikurinn en það er gott að styrkja trúna. Ég sá ýmislegt sem við getum bætt en það er eðlilegt.“ Þá bætti Ten Hag við að Harry Maguire væri ekki meiddur en hann var tekinn af velli í leiknum. „Ekki meiddur en ég varð að taka hann útaf því hann átti við vandamál að stríða. Sigurinn er mjög mikilvægur en ég er svo ánægður að við lentum ekki í neinum meiðslum.“
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira