Gull, silfur og brúðkaup Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 20:01 Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke kepptu bæði á Ólympíuleikunum í París. Instagramsíða Rune Dahmke Handboltastjörnurnar Stine Bredal Oftedal og Rune Dahmke unnu bæði til verðlauna í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París á dögunum. Þau létu síðan pússa sig saman strax að leikunum loknum. Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu. Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Stine Bredal Oftedal hefur verið lykilmaður í norska landsliðinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar síðustu árin og er talin ein af bestu handknattleikskonum í heimi. Hún hefur síðustu sjö árin verið í sambandi með Þjóðverjanum Rune Dahmke sem leikur með Kiel og undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu. Bæði Oftedal og Dahmke unnu til verðlauna á Ólympíuleikunum í París en Oftedal vann gull með norska liðinu og Dahmke silfur með því þýska. Þau létu þó ekki þar við sitja. Í dag tilkynntu þau á Instagram að þau hefðu gift sig og deildu mynd þar sem þau sýndu giftingarhringana. Eins og áður segir hafa þau Oftedal og Dahmke verið parí sjö ár en verið í fjarbúð þar sem þau hafa spilað handbolta í sitthvoru landinu. Oftedal hefur leikið með stórliði Györi í Ungverjalandi frá árinu 2017 og Dahmke með Kiel í Þýskalandi. View this post on Instagram A post shared by Rune Dahmke (@runedahmke) Þau ættu hins vegar að geta eytt meiri tíma saman á næstunni því Oftedal tilkynnti í vetur að hún ætlaði sér að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í París. Hún lauk ferlinum á glæsilegan hátt því fyrir utan gullverðlaunin með norska liðinu vann hún sigur í Meistaradeildinni með liði Györi. Oftedal og Dahmke festu nýlega kaup á húsi í Kiel og hlakka til að geta loks búið saman. „Allt sem við viljum er að vera saman og mér er ótrúlega létt og er glöð yfir því að við munum loksins geta átt venjulegt líf saman,“ sagði Oftedal í viðtali við norska fjölmiðilinn VG fyrir skömmu.
Ólympíuleikar 2024 í París Þýski handboltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira