Vonbrigði í fyrsta leik Mbappé á Spáni Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 19:39 Kylian Mbappé er mættur til leiks á Spáni en fékk enga draumabyrjun. Getty/Alex Caparros Frumraun frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappé í spænsku 1. deildinni í fótbolta fór ekki eins og hann hefði óskað sér því meistarar Real Madrid gerðu aðeins 1-1 jafntefli við Mallorca í kvöld. Mallorca-menn, sem enduðu í 15. sæti á síðustu leiktíð, stóðu heiðursvörð fyrir gesti sína fyrir leik en sýndu þeim hins vegar enga vægð þegar flautað hafði verið til leiks. Real komst þó yfir í leiknum með brasilískri samvinnu á 13. mínútu, þegar Rodrygo skoraði eftir hælsendingu frá Vinicius Junior. Staðan var 0-1 í hálfleik en snemma í seinni hálfleik jafnaði Mallorca upp úr hornspyrnu. Vedat Muriqi reis yfir sjálfan Antonio Rudiger og skallaði boltann framhjá Thibaut Courtois í marki Real. Stjörnur Real Madrid, sem höfðu í nógu að snúast í sumar, virtust þreyttari en leikmenn Mallorca á lokamínútunum en hvorugu liðanna tókst að búa til mark. Ferland Mendy missti svo stjórn á sér undir lokin og fékk að líta rauða spjaldið fyrir slæmt brot á Muriqi. Hann verður því í banni gegn Real Valladolid um næstu helgi. Spænski boltinn
Frumraun frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappé í spænsku 1. deildinni í fótbolta fór ekki eins og hann hefði óskað sér því meistarar Real Madrid gerðu aðeins 1-1 jafntefli við Mallorca í kvöld. Mallorca-menn, sem enduðu í 15. sæti á síðustu leiktíð, stóðu heiðursvörð fyrir gesti sína fyrir leik en sýndu þeim hins vegar enga vægð þegar flautað hafði verið til leiks. Real komst þó yfir í leiknum með brasilískri samvinnu á 13. mínútu, þegar Rodrygo skoraði eftir hælsendingu frá Vinicius Junior. Staðan var 0-1 í hálfleik en snemma í seinni hálfleik jafnaði Mallorca upp úr hornspyrnu. Vedat Muriqi reis yfir sjálfan Antonio Rudiger og skallaði boltann framhjá Thibaut Courtois í marki Real. Stjörnur Real Madrid, sem höfðu í nógu að snúast í sumar, virtust þreyttari en leikmenn Mallorca á lokamínútunum en hvorugu liðanna tókst að búa til mark. Ferland Mendy missti svo stjórn á sér undir lokin og fékk að líta rauða spjaldið fyrir slæmt brot á Muriqi. Hann verður því í banni gegn Real Valladolid um næstu helgi.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti