FIFA gefur út styrkleikalista sinn fjórum sinnum á ári en Ísland er í 13. sæti á nýjum lista. Liðið fer upp um eitt sæti frá síðasta lista, sem gefinn var út í júní. Ísland var í 15. sæti listans í upphafi árs.
Ísland var í 17. sæti á fyrsta heimslistanum sem gefinn var út í júlí 2003 og hefur verið á svipuðum slóðum þau rúmu 20 ár sem liðin eru síðan.
Ísland fór hæst í 15. sæti árið 2011 og aftur árið 2013. Það fór lægst í 22. sæti árið 2018.
Þá var það í ágúst 2022 sem liðið fór í fyrsta skipti upp í 14. sæti sem var hæsta sæti Íslands þar til í dag. Ísland er með 1877 stig á listanum, 20 stigum frá Danmörku sem er sæti ofar.
Frábært 3-0 sigur á Þýskalandi hefur mikið um árangurinn að segja en Ísland vann einnig 1-0 sigur á Pólverjum í síðasta landsliðsglugga. Liðið tryggði sér sæti á EM í Sviss á næsta ári með árangrinum.
Bandaríkin flugu upp um fjögur sæti á topp listans eftir sigur liðsins á Ólympíuleikunum. England er í öðru sæti og Spánn, sem var á toppnum, fer niður í þriðja sæti.
Topp tíu
- Bandaríkin
- England
- Spánn
- Þýskaland
- Svíþjóð
- Kanada
- Japan
- Brasilía
- Norður-Kórea
- Frakkland
- Holland
- Danmörk
- Ísland
- Ítalía
- Ástralía