Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 22:04 Guðrún segir enga ástæðu til að bólusetja almenning fyrir MPX-veirunni. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún. Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún.
Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira