Munaðarlaus álftarungi ætti að spjara sig Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 20:16 Hér má sjá álftarungann með foreldrum sínum í vor. Vísir/Jóhann Óli Hilmarsson Munaðarlaus álftarungi hefur vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en foreldrar hans hurfu á dularfullan hátt fyrir nokkrum vikum. Fuglafræðingur segir afar sjaldgæft að álftir yfirgefi ung afkvæmi sín á þennan hátt. Unginn virðist hins vegar ætla spjara sig og sækir í félagskap annarra fugla og manna. Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“ Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Álftaparið sem um ræðir kom fjórum ungum á legg við Bakkatjörn á Selttjarnarnesi í byrjun júní en svo reið ógæfan yfir. „Þetta var þegar hretið byrjaði í kringum 5. júní. Sennilega hafa þeir bara drepist úr kulda en þessi ungi lifði og einn ungi er betri en enginn ungi,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir líklegt að unginn spjari sig.Vísir/Arnar Álftir eru þekktar fyrir að verja unga sína með kjafti og klóm og fylgja þeim venjulega eftir í allt að hálft ár. Álftaparið við Bakkatjörn hvarf hins vegar í lok júlí og hefur unginn verið munaðarlaus síðan. Er algengt að þetta gerist? „Ekki að álftir yfirgefi unganna sína á miðju sumri - það er mjög óvenjulegt. Yfirleitt fylgja álftir ungunum allan veturinn og þeir losa sig ekki við þá fyrr en kemur að varptíma á vorin,“ segir Jóhann. Hefur þú getgátur um afhverju þau yfirgáfu hann? „Nei, kannski er parið ungt og óreynt.“ Unginn er enn ekki kominn með flugfjaðrir og því ekki byrjaður að fljúga. Jóhann telur þó styttast í það. Heldurðu að hann lifi þetta af? „Já, já. Svo koma vetrarálftirnar í haust og þá fær hann kompaní af þeim og á eftir að fylgja þeim eftir sko,“ segir Jóhann. Ætli hann sé ekki með höfnunartilfinningu? „Jú, örugglega þetta er mjög skrítið en hann bjargar sér örugglega sýnist mér.“
Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira