Gaukarnir gista og fá snyrtingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 21:31 Þórdís Lilja Einarsdóttir rekur hótel og snyrtistofu fyrir fugla sem nefnist Fugladekur. Einar Kristinn Gröndal Stefánsson starfar hjá móður sinni. Fuglinn Vúdu lætur sig ekki vanta á myndina en hann neitaði að snúa aftur heim eftir hóteldvölina hjá mæðginunum. Vísir/Arnar Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum. Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum.
Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira