Að virkja upp í loft Snæbjörn Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 07:01 Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Snæbjörn Guðmundsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar