Strandveiðar - stórlega styrktur atvinnuvegur Ingvar Þóroddsson skrifar 14. ágúst 2024 10:31 Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, brást við með því að bæta tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðipottinn, en þó er ekki við öðru að búast en að áfram verði krafist þess að sífellt stærri hluti heildaraflans verði úthlutað til strandveiða. Sjálfum hefur mér þótt umræðan vera nokkuð einhliða og þegar ýmsum fullyrðingum um að strandveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar er fleygt fram og ekki svarað, verður auðvelt fyrir stjórnmálamenn að slá sig upp til riddara með því að verða við þessum kröfum. Sjálfur er ég langt í frá sannfærður um ágæti þess og lít svo á að verið sé að fórna verðmætum í þágu styrkts atvinnuvegar sem strandveiðarnar svo sannarlega eru. Ríkisstyrkurinn Allar fiskveiðar innan íslensku lögsögunnar fara fram samkvæmt aflamarkskerfinu sem í daglegu máli er kallað kvótakerfið. Kjarni þess kerfis er að til að vernda fiskistofna frá ofveiði er settur leyfilegur hámarksafli fyrir allar helstu fisktegundir og þeir sem vilja veiða í atvinnuskyni verða að hafa til þess aflamark (kvóta). Þar sem fiskveiðar í þessu kerfi eru afar arðbærar er markaðsvirði þessa aflamarks hátt og hafa flestar útgerðir í kvótakerfinu keypt varanlegar aflaheimildir sem gefa þeim rétt á aflamarki á hverju fiskveiðiári. Strandveiðarnar aftur á móti eru utan kvótakerfisins og sjávarútvegsráðherra tekur áætlaðan strandveiðiafla út úr leyfilegum heildarafla hvers árs. Þetta aflamagn geta strandveiðibátar síðan veitt án þess að greiða sama kostnað við kvóta og aðilar í kvótakerfinu verða að gera. Þessi afsláttur frá venjulegum útgerðarkostnaði er því ekkert annað en styrkur til strandveiðiútgerðanna. Hversu hár er styrkurinn? Á yfirstandandi ári hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að taka 12 þúsund tonn af leyfilegum hámarksafla þorsks til handa strandveiðiflotans. Markaðsverð þorskaflamarks, einnig kallað leiguverð, hefur á yfirstandandi ári gjarnan verið á bilinu 400-500 krónur á kg, sem með öðrum orðum er sú upphæð sem hinn hluti flotans, sá sem veiðir innan aflamarkskerfisins, myndi vilja greiða fyrir eitt kg af þorskkvóta til viðbótar. Heimild til strandveiðiflotans að veiða 12 þúsund tonn af þorski án þess að hafa til þess aflamark samsvarar því rekstrarstyrk til þessa útgerðarforms upp á 4,8 til 6 milljarða króna. Hver borgar styrkinn? Þó um sé að ræða tvö kerfi þá höfum við bara einn hámarksafla til skiptanna sem ákvarðaður er með hliðsjón af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það segir sig því sjálft að ef aukið er við aflan sem ráðstafað er til strandveiða þá minnkar hlutdeild annarra útgerða á móti. Útgerða sem eru reiðubúnar að kaupa veiðiheimildir dýrum dómi einmitt vegna þess að þeim hefur tekist að byggja upp arðbærar einingar sem búa til mikil verðmæti úr þeim fisk sem veiddur er og með minni kostnaði en þeir aðilar sem á styrknum þurfa að halda. Samfélagið allt verður af verðmætum þegar aflaheimildir eru teknar út úr arðbæra hluta kerfisins og færðar annað, en það eru fyrst og fremst áhafnirnar á aflamarksskipunum og starfsmenn útgerðanna sem borga þorrann af styrknum til strandveiðanna. Sé miðað við að hlutur áhafnar í aflaverðmæti aflamarksskipanna sé um þriðjungur, er ekki fjarri lagi að tekjutap þeirra vegna strandveiðanna nemi a.m.k. tveimur milljörðum króna. Freistnivandi stjórnmálamannanna Þar sem þorrinn af styrknum til strandveiðanna er greiddur af öðrum útgerðarformum en ekki beint úr ríkissjóði fá stjórnmálamenn þetta prýðisfína tækifæri til að skora ódýr stig með því að hygla háværum sérhagsmunahópum á kostnað annarra skattgreiðenda, í þessu tilfelli útgerða í aflmarkskerfinu og þeirra starfsmanna. Okkur Íslendingum hefur lukkast til að byggja upp háþróaðan og tæknivæddan sjávarútveg sem skilar umtalsverðum verðmætum í þjóðarbúið í stað þess að vera ríkisstyrktur atvinnuvegur. Við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut og í blindni taka skref til baka í átt að þeirri stöðu sem gerði það nauðsynlegt að koma á aflamarkskerfi til að byrja með. Ef umræðan fær áfram að einskorðast við nostalgískt lof um ágæti smábáta og handfæraveiða er ekki annars að vænta en að hlutdeild strandveiðanna í leyfilegum þorskafla einfaldlega haldi áfram að vaxa, sérhagsmunahópnum til mikillar ánægju en landi og þjóð til óheilla. Höfundur starfar sem framhaldsskólakennari og áhugamaður um ýmislegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, brást við með því að bæta tvö þúsund tonnum af þorski við strandveiðipottinn, en þó er ekki við öðru að búast en að áfram verði krafist þess að sífellt stærri hluti heildaraflans verði úthlutað til strandveiða. Sjálfum hefur mér þótt umræðan vera nokkuð einhliða og þegar ýmsum fullyrðingum um að strandveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar er fleygt fram og ekki svarað, verður auðvelt fyrir stjórnmálamenn að slá sig upp til riddara með því að verða við þessum kröfum. Sjálfur er ég langt í frá sannfærður um ágæti þess og lít svo á að verið sé að fórna verðmætum í þágu styrkts atvinnuvegar sem strandveiðarnar svo sannarlega eru. Ríkisstyrkurinn Allar fiskveiðar innan íslensku lögsögunnar fara fram samkvæmt aflamarkskerfinu sem í daglegu máli er kallað kvótakerfið. Kjarni þess kerfis er að til að vernda fiskistofna frá ofveiði er settur leyfilegur hámarksafli fyrir allar helstu fisktegundir og þeir sem vilja veiða í atvinnuskyni verða að hafa til þess aflamark (kvóta). Þar sem fiskveiðar í þessu kerfi eru afar arðbærar er markaðsvirði þessa aflamarks hátt og hafa flestar útgerðir í kvótakerfinu keypt varanlegar aflaheimildir sem gefa þeim rétt á aflamarki á hverju fiskveiðiári. Strandveiðarnar aftur á móti eru utan kvótakerfisins og sjávarútvegsráðherra tekur áætlaðan strandveiðiafla út úr leyfilegum heildarafla hvers árs. Þetta aflamagn geta strandveiðibátar síðan veitt án þess að greiða sama kostnað við kvóta og aðilar í kvótakerfinu verða að gera. Þessi afsláttur frá venjulegum útgerðarkostnaði er því ekkert annað en styrkur til strandveiðiútgerðanna. Hversu hár er styrkurinn? Á yfirstandandi ári hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að taka 12 þúsund tonn af leyfilegum hámarksafla þorsks til handa strandveiðiflotans. Markaðsverð þorskaflamarks, einnig kallað leiguverð, hefur á yfirstandandi ári gjarnan verið á bilinu 400-500 krónur á kg, sem með öðrum orðum er sú upphæð sem hinn hluti flotans, sá sem veiðir innan aflamarkskerfisins, myndi vilja greiða fyrir eitt kg af þorskkvóta til viðbótar. Heimild til strandveiðiflotans að veiða 12 þúsund tonn af þorski án þess að hafa til þess aflamark samsvarar því rekstrarstyrk til þessa útgerðarforms upp á 4,8 til 6 milljarða króna. Hver borgar styrkinn? Þó um sé að ræða tvö kerfi þá höfum við bara einn hámarksafla til skiptanna sem ákvarðaður er með hliðsjón af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það segir sig því sjálft að ef aukið er við aflan sem ráðstafað er til strandveiða þá minnkar hlutdeild annarra útgerða á móti. Útgerða sem eru reiðubúnar að kaupa veiðiheimildir dýrum dómi einmitt vegna þess að þeim hefur tekist að byggja upp arðbærar einingar sem búa til mikil verðmæti úr þeim fisk sem veiddur er og með minni kostnaði en þeir aðilar sem á styrknum þurfa að halda. Samfélagið allt verður af verðmætum þegar aflaheimildir eru teknar út úr arðbæra hluta kerfisins og færðar annað, en það eru fyrst og fremst áhafnirnar á aflamarksskipunum og starfsmenn útgerðanna sem borga þorrann af styrknum til strandveiðanna. Sé miðað við að hlutur áhafnar í aflaverðmæti aflamarksskipanna sé um þriðjungur, er ekki fjarri lagi að tekjutap þeirra vegna strandveiðanna nemi a.m.k. tveimur milljörðum króna. Freistnivandi stjórnmálamannanna Þar sem þorrinn af styrknum til strandveiðanna er greiddur af öðrum útgerðarformum en ekki beint úr ríkissjóði fá stjórnmálamenn þetta prýðisfína tækifæri til að skora ódýr stig með því að hygla háværum sérhagsmunahópum á kostnað annarra skattgreiðenda, í þessu tilfelli útgerða í aflmarkskerfinu og þeirra starfsmanna. Okkur Íslendingum hefur lukkast til að byggja upp háþróaðan og tæknivæddan sjávarútveg sem skilar umtalsverðum verðmætum í þjóðarbúið í stað þess að vera ríkisstyrktur atvinnuvegur. Við megum ekki taka því sem sjálfsögðum hlut og í blindni taka skref til baka í átt að þeirri stöðu sem gerði það nauðsynlegt að koma á aflamarkskerfi til að byrja með. Ef umræðan fær áfram að einskorðast við nostalgískt lof um ágæti smábáta og handfæraveiða er ekki annars að vænta en að hlutdeild strandveiðanna í leyfilegum þorskafla einfaldlega haldi áfram að vaxa, sérhagsmunahópnum til mikillar ánægju en landi og þjóð til óheilla. Höfundur starfar sem framhaldsskólakennari og áhugamaður um ýmislegt.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun