„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Telma Tómasson og Eiður Þór Árnason skrifa 14. ágúst 2024 07:30 Þorbjörg María mætti í sett í gær og svaraði spurningum um afstöðu Landverndar til nýtingar vindorkunnar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið. Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið.
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27