Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 13:30 Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue og netverjar hafa skiptar skoðanir á því. Jeff Spicer/Getty Images for Sony Pictures Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr. Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Sjá meira
Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr.
Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Sjá meira