Innlent

Eldur í flug­skýli í Múla­koti í nótt

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af flugvellinum í Múlakoti.
Mynd af flugvellinum í Múlakoti. Google Maps

Í nótt barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í gömlu flugskýli í Múlakoti. Vel gekk að ráða niðurlögum hans.

Þetta kemur fram í færslu frá lögreglunni, en þar segir að klukkan hálf tvö í nótt hafi henni verið tilkynnt um eldinn. Eldsupptökin eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi.

Í færslunni er einnig greint frá því að lögreglan hafi þurft að hlúa að öldauðum einstaklingum og koma þeim heim, en bæjarhátíðirnar Sumar á Selfossi og Hamingjan við hafið í Þorlákshöfn hafa farið fram um helgina.

Þá hafi síðastliðinn sólarhring ellefu ökumenn verið kærðir fyrir að aka of greitt, fimm verið kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða ólöglegra fíkniefna og tveir fyrir að aka sviptir ökuréttindum. Þá voru þrír einstaklingar kærðir fyrir vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×