Hraðskreiður skemmtibátur á sænskum fána tengist rannsókninni Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 9. ágúst 2024 12:06 Lögreglan við bátinn sem um ræðir í gærkvöldi. Sverrir Aðalsteinsson Umfangsmikil lögregluaðgerð í Höfn í Hornafirði í gær beindist að bát sem siglir undir sænskum fána. Um er að ræða hraðskreiðan skemmtibát sem kom til Hafnar frá Færeyjum. Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi sendi frá sér yfirlýsingu vegna aðgerðanna á tólfta tímanum í dag. Í henni kemur fram að við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær hafi vaknað grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi sem tengist fíkniefnum. Lögegla hafi fengið aðstoð frá tollgæslunni og miðlægri rannsóknardeild til að skoða málið frekar. Þá kom fram að rannsókn málsins væri skammt á veg komin. Samkvæmt vefnum Marinetraffic kom báturinn til Hafnar í Hornafirði frá Vestmannahöfn í Færeyjum. Á mynd sem birtist á vefnum má sjá lögreglumenn við eða um borð í bátnum. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra komu að aðgerðunum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir hlutverk Landhelgisgæslu og sérsveitar aðallega hafa falist í flutningi á fólki sem kom að aðgerðunum. Hann vill að svo stöddu ekki staðfesta að um fíkniefniainnflutning sé að ræða. „Það er svona, eins og ég segi, það sem við erum að skoða akkúrat núna, og sjá um hvað ræðir,“ sagði Sveinn í samtali við fréttastofu. Fjallað var um málið á vef mbl.is í gær, en þar sagði að fyrri frétt sem birt hafði verið á vefnum hefði verði fjarlægð að beiðni lögreglu. „Þegar við erum að vinna þessi mál þá þurfum við ákveðið næði og frið til vinnu, og getum ekki látið allt frá okkur og getum ekki upplýst um allt sem við erum að gera. Þannig að væntanlega hefur það verið þannig að hún hefur komið á óheppilegum tíma inn.“ Ekki liggur fyrir hvort einhver yfir höfuð eða hversu margir hafi verið handteknir í aðgerðunum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira