Foreldraútilokun: Þögull faraldur sem hefur áhrif á fjölskyldur Gestur Valgarðsson skrifar 8. ágúst 2024 21:00 Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldraútilokun er hugtak sem varð til í kringum 1980 og vísar í aðstæður þar sem annað foreldrið vélar með barn til að hafna hinu foreldrinu, gjarnan eftir aðskilnað eða skilnað. Þekkt er að þetta hefur hrikalegar og varanlegar afleiðingar fyrir fjölskyldur og ekki síst fyrir börn. Fyrir ekki svo löngu síðan urðum við vitni að slíku máli hérlendis og má segja að samfélagið hafi skipst í fylkingar í málinu. Helstu einkenni: Helstu einkenni foreldraútilokunar eru meðal annars þær að barnið lýsir yfir vanþóknun á hinu útilokaða foreldri til að þóknast hinu. Yfirlýsingarnar eru ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður heldur hugsaðar til að friðþægja það foreldri sem beitir útilokun. Barnið heldur því fram að skoðanir þess séu þeirra eigin meðan svo er ekki. Ágreiningur: Sérfræðinga greinir á um hversu algeng foreldraútilokun er en það er mat þeirra að í kringum 11% til 25% fullorðinna hafi orðið fyrir óafturkræfri foreldraútilokun meðan önnur fundið fyrir alvarlegum einkennum útilokunar frá börnunum sínum. Þessar tölur varpa ljósi á hversu víðtæk foreldraútilokun er, hversu erfitt er að meta útbreiðsluna og einnig hversu vel falið þetta er í samfélaginu. Nýleg, hérlend, rannsókn, sýnir að bæði kynin falla í þessa gryfju. Skiptingin er í grófum dráttum jöfn milli kynjanna. Þetta atriði er mikilvægt að hafa í huga. Einnig er rétt að ítreka að foreldraútilokun nær ekki utan um ofbeldi hverskonar af hendi maka sem réttlætt getur aðskilnað makans frá barni. Hver er staðan: Eins og staðan er er foreldraútilokun ekki flokkuð sem geðröskun, en talið er að hún stafi af ýmsum þáttum. Tilfinningalegur órói, óuppgerðar tilfinningar – reiði, afbrýðisemi og óvissa geta verið kveikja að foreldraútilokun. Í dag eru bandarískir sálfræðingar að rannsaka fylgni þess að foreldri sem beitir útilokun hafi alist upp við erfitt og krefjandi fjölskylduumhverfi. Meðal afleiðingin er vangeta til að takast á við erfiða skilnaði sem enginn vill þurfa að glíma við. Ef rétt reynist - sem ekki er full kannað - mætti segja að foreldrar sem beita útilokun hafi mögulega orðið bráð erfiðra fjölskylduaðstæðna í æsku. Vitundarvakningin: Undanfarna tvo áratugi hefur vitundarvakning og þekking á hegðuninni vaxið og í dag er það svo að mörg útilokuð foreldri leita réttar síns. Erlendis fjölgar þeim málum þar sem dómstólar viðurkenna foreldraútilokun sem eina tegund ofbeldis og þá ekki síst gagnvart börnunum. Það er því mjög mikilvægt að við, hvert og eitt, kynnum okkur málið. Lögfræðingar, meðferðaraðilar og félagsráðgjafar ættu sem best að leita sér aukinnar þekkingar. Ótti fagaðila við umræðu: Því miður er það þannig að margir fagaðilar veigra sér við því að ræða þetta á opinberum vettvangi vegna harkalegra viðbragða fólks og félagasamtaka. Félagasamtökin Líf án ofbeldis hafa beitt sér mjög í þessum efnum og mörgu fagfólki finnst heillavænlegra að blanda sér ekki í umræðuna. Dæmi eru um tilraunir til að hafa áhrif á rannsóknir, eitthvað sem verður að teljast fáheyrt í fræðasamfélagi eins og við viljum vera. Gott dæmi um þetta er grein í Heimildinni.is, númer 10416. Þrátt fyrir töluverðar framfarir á enn eftir að takast á við áskoranir: Allt of mörg tilfelli eru ekki greind rétt og því ekki meðhöndluð með viðeigandi hætti. Gott dæmi um þetta er málið sem vísað var í upphafi greinarinnar. Væntanlega er það vegna skorts á þekkingu, frekar en vilja til að líta fram hjá staðreyndum. Aðkoma yfirvalda: Barnaverndir virðast ekki taka á þessum málum og mögulega er það ekki á þeirra verksviði að gera það meðan ekki liggur fyrir staðfesting samfélagsins að í rauninni er um andlegt ofbeldi gagnvart barni að ræða. Sýslumönnum er fengið þetta verkefni, en mörg útilokuð foreldri hafa gengið bónleið til búðar þaðan. Á meðan verður stór hópur barna hjálparlaust að takast á við vanlíðanina sem fylgir. Aukum þekkingu, skilning og samstöðu: Eins og alltaf er mikilvægt að horfa á það sem barninu er fyrir bestu. Það er forritað í grunneðli okkar að elska og leita skjóls hjá báðum foreldrum. Sé annað foreldrið slitið út úr lífi barnsins er ekki við góðu að búast og það sem verra er að barnið gæti beitt sömu aðferðum komist það í sömu stöðu og foreldrið. Þannig grær og dvelur þetta böl með okkur um alla framtíð. Við skulum öll tala fyrir börnum og foreldrum sem lent hafa í þessum þögla faraldri og vinna að heilbrigðari fjölskyldum og einstaklingum. Höfundur er verkfræðingur á eftirlaunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun