„Í gær var regnboginn málaður í Hveragerði með gleði og ástríðu - til áminningar um að öll eiga rétt á frelsi, viðkenningu og frið. Annað verður aldrei liðið. Hatrið út!“ segir Pétur Markan bæjarstjóri Hveragerðis í Facebook-færslu.

„Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari - skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram.“

Að sögn Péturs munu bæjaryfirvöld og bæjarbúar mæta hatrinu með kærleika.
„Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“