Innlent

Regnbogafáninn í Hvera­gerði út­bíaður hatursorðræðu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.
Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann. vísir/vésteinn

Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu.

„Í gær var regnboginn málaður í Hveragerði með gleði og ástríðu - til áminningar um að öll eiga rétt á frelsi, viðkenningu og frið. Annað verður aldrei liðið. Hatrið út!“ segir Pétur Markan bæjarstjóri Hveragerðis í Facebook-færslu.

Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn

„Þetta blasti síðan við í morgun. Það þýðir aðeins eitt, regnboginn verður gerður stærri og bjartari - skínandi fallegur. Í morgun vorum við áminnt um að baráttan heldur áfram.“

Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn

Að sögn Péturs munu bæjaryfirvöld og bæjarbúar mæta hatrinu með kærleika.

„Í Hveragerði gefum við þeim blóm sem haga sér svona, rétt eins og Hörður Torfa söng um.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×