Foreldrar og kennarar saman í liði – Gleðilegt nýtt skólaár Andri Rafn Ottesen skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Nú þegar verslunarmannahelgin hefur runnið sitt skeið tekur næsti kafli við, hin árlega skólasetning. Það skiptir engu hvort um sé að ræða leik-, grunn-, framhalds-, háskóla eða tónlistarnám, skólasetning er alltaf mjög hátíðleg stund þar sem nýtt skólaár hefst með öllum þeim ævintýrum og áskorunum sem bíða. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt og ritað um menntakerfið okkar. Langir biðlistar í leiksskólana, mygluð húsnæði, námsmat, einkunnaverðbólga, samræmd próf, læsi, snjalltækin og samfélagsmiðlarnir, gervigreindin, PISA, tvítyngdu börnin og svona mætti áfram lengi telja. Menntakerfið okkar er ekki, og má ekki vera, það heilagt að ekki megi gagnrýna það eða ræða mögulegar úrbætur. En það er ekki allt á hliðinni hjá okkur. Gleymum ekki öllu því góða sem fyrir er og vel er gert. Það er stundum í eðli okkar að festast í neikvæða gírnum og gleyma að þakka fyrir það góða. Með þessari grein ætla ég alls ekki að fá mér sæti í þeim heita stól að tala fyrir hönd „allra“ foreldra eða „allra“ kennara, heldur slá fyrsta tóninn í farsælt samstarfi fyrir skólasetningu haustsins. Við erum nefnilega öll með sama markmið, að setja börnin í fyrsta sæti. Foreldrahlutverkið er ótrúlega magnað fyrirbæri. Þú færð þennan litla einstakling í hendurnar við fæðingu en því fylgja engar leiðbeiningar. BILLY bókahillan eða BESTÅ skáparnir frá IKEA gætu sennilega litið ögn öðruvísi út ef leiðbeiningarnar góðu fylgdu ekki með. Þess í stað þarft þú að kynnast barninu þínu og læra inná það sjálf/ur. Áður en þú veist af er ár liðið, tíminn flýgur. Að njóta þeirra forréttinda að fá að ala upp barn, fylgja því gegnum frumbernskuna og standa með því meðan það tekur stærstu skrefin í lífinu, er allt þess virði. Að ala upp barn í dag er langt frá því að vera auðvelt. Við lifum á tímum þar sem öfga-framboð á hlutum, vörum og afþreyingu eru alls staðar meðan við vitum ekki nákvæmlega hver eftirspurnin er. „Langar þig að horfa á línulega dagskrá í kvöld? Eða eigum við að finna þátt.. eða jafnvel bíómynd á Sjónvarpi Símans, Netflix, Hulu, Disney+, Amazon Prime eða eigum við frekar að spila?“. Skipulag og dagskrá dagsins er fljót að fyllast þegar morgunmatur er búinn, ef það gafst þá tækifæri til að borða morgunmat saman. Börnin fara í skóla, síðan á æfingar, ýmist íþróttir, tónlist eða annað, síðan þarf að leika við vinina og jafnvel afmæli en það má ekki gleyma að lesa heima svo við komum ekki illa út í lesfiminni. Við fullorðna fólkið þurfum að hugsa um krílin okkar en á sama tíma þurfum við líka að halda heimilinu hreinu, versla í matinn, sinna vinnunni okkar, komast í ræktina því það þarf að huga að heilsunni líka, rækta sambandið við maka, hitta fjölskyldu, vini og félaga til að missa ekki tengslin og loks er það síminn, tölvupóstarnir og eitt og eitt borð í Candy Crush. Svefninn rekur svo lestina. En foreldrar standa ekki einir. Kennarahlutverkið er álíka magnað (og klikkað) fyrirbæri. Þessa dagana sitja fjölmargir kennarar heima hjá sér og leiða hugann að nemendahópunum sem eru væntanlegir. Þessir kennarar eru ýmist að taka við nýjum hópum eða hitta gamla hópa aftur. Það skiptir í raun litlu máli því undirbúningurinn er alltaf eins: að halda eins vel utan um hvern og einn nemanda og mögulegt er. Og þar komum við aftur að IKEA leiðbeiningabókinni. Kennari þarf að kynnast hverjum einasta nemanda í hópnum sínum, kynnast styrkleikum og veikleikum, hvernig sé best að hvetja viðkomandi áfram og ná því mesta og besta fram. Þegar kennari hefur náð því hjá einum nemanda, þá tekur næsti við og næsti þangað til allur hópurinn er kortlagður. Og þá er komið að því að mynda góðan bekkjaranda. Þetta er ótrúlega mikil vinna, en hún er þess virði. Hún er mismikil eftir hópum, árgöngum og skólum en ég er fullviss um að langflestir kennarar leggja þetta á sig, því við erum að vinna með mikilvægustu auðlind landsins okkar, framtíðina. Kæru foreldrar, við erum saman í þessu. Samstarf heimilis og skóla er grundvöllur að farsælu námi barnanna okkar. Kennarar vilja sjá nemendur blómstra og standa sig, þess vegna erum við í þessu starfi. Saman erum við sterkari. Gangi ykkur vel í haust og farsælt komandi skólaár! Áfram æska landsins, áfram menntun, áfram samstarf og samstaða! Höfundur er faðir og umsjónarkennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nú þegar verslunarmannahelgin hefur runnið sitt skeið tekur næsti kafli við, hin árlega skólasetning. Það skiptir engu hvort um sé að ræða leik-, grunn-, framhalds-, háskóla eða tónlistarnám, skólasetning er alltaf mjög hátíðleg stund þar sem nýtt skólaár hefst með öllum þeim ævintýrum og áskorunum sem bíða. Síðustu vikur hefur mikið verið rætt og ritað um menntakerfið okkar. Langir biðlistar í leiksskólana, mygluð húsnæði, námsmat, einkunnaverðbólga, samræmd próf, læsi, snjalltækin og samfélagsmiðlarnir, gervigreindin, PISA, tvítyngdu börnin og svona mætti áfram lengi telja. Menntakerfið okkar er ekki, og má ekki vera, það heilagt að ekki megi gagnrýna það eða ræða mögulegar úrbætur. En það er ekki allt á hliðinni hjá okkur. Gleymum ekki öllu því góða sem fyrir er og vel er gert. Það er stundum í eðli okkar að festast í neikvæða gírnum og gleyma að þakka fyrir það góða. Með þessari grein ætla ég alls ekki að fá mér sæti í þeim heita stól að tala fyrir hönd „allra“ foreldra eða „allra“ kennara, heldur slá fyrsta tóninn í farsælt samstarfi fyrir skólasetningu haustsins. Við erum nefnilega öll með sama markmið, að setja börnin í fyrsta sæti. Foreldrahlutverkið er ótrúlega magnað fyrirbæri. Þú færð þennan litla einstakling í hendurnar við fæðingu en því fylgja engar leiðbeiningar. BILLY bókahillan eða BESTÅ skáparnir frá IKEA gætu sennilega litið ögn öðruvísi út ef leiðbeiningarnar góðu fylgdu ekki með. Þess í stað þarft þú að kynnast barninu þínu og læra inná það sjálf/ur. Áður en þú veist af er ár liðið, tíminn flýgur. Að njóta þeirra forréttinda að fá að ala upp barn, fylgja því gegnum frumbernskuna og standa með því meðan það tekur stærstu skrefin í lífinu, er allt þess virði. Að ala upp barn í dag er langt frá því að vera auðvelt. Við lifum á tímum þar sem öfga-framboð á hlutum, vörum og afþreyingu eru alls staðar meðan við vitum ekki nákvæmlega hver eftirspurnin er. „Langar þig að horfa á línulega dagskrá í kvöld? Eða eigum við að finna þátt.. eða jafnvel bíómynd á Sjónvarpi Símans, Netflix, Hulu, Disney+, Amazon Prime eða eigum við frekar að spila?“. Skipulag og dagskrá dagsins er fljót að fyllast þegar morgunmatur er búinn, ef það gafst þá tækifæri til að borða morgunmat saman. Börnin fara í skóla, síðan á æfingar, ýmist íþróttir, tónlist eða annað, síðan þarf að leika við vinina og jafnvel afmæli en það má ekki gleyma að lesa heima svo við komum ekki illa út í lesfiminni. Við fullorðna fólkið þurfum að hugsa um krílin okkar en á sama tíma þurfum við líka að halda heimilinu hreinu, versla í matinn, sinna vinnunni okkar, komast í ræktina því það þarf að huga að heilsunni líka, rækta sambandið við maka, hitta fjölskyldu, vini og félaga til að missa ekki tengslin og loks er það síminn, tölvupóstarnir og eitt og eitt borð í Candy Crush. Svefninn rekur svo lestina. En foreldrar standa ekki einir. Kennarahlutverkið er álíka magnað (og klikkað) fyrirbæri. Þessa dagana sitja fjölmargir kennarar heima hjá sér og leiða hugann að nemendahópunum sem eru væntanlegir. Þessir kennarar eru ýmist að taka við nýjum hópum eða hitta gamla hópa aftur. Það skiptir í raun litlu máli því undirbúningurinn er alltaf eins: að halda eins vel utan um hvern og einn nemanda og mögulegt er. Og þar komum við aftur að IKEA leiðbeiningabókinni. Kennari þarf að kynnast hverjum einasta nemanda í hópnum sínum, kynnast styrkleikum og veikleikum, hvernig sé best að hvetja viðkomandi áfram og ná því mesta og besta fram. Þegar kennari hefur náð því hjá einum nemanda, þá tekur næsti við og næsti þangað til allur hópurinn er kortlagður. Og þá er komið að því að mynda góðan bekkjaranda. Þetta er ótrúlega mikil vinna, en hún er þess virði. Hún er mismikil eftir hópum, árgöngum og skólum en ég er fullviss um að langflestir kennarar leggja þetta á sig, því við erum að vinna með mikilvægustu auðlind landsins okkar, framtíðina. Kæru foreldrar, við erum saman í þessu. Samstarf heimilis og skóla er grundvöllur að farsælu námi barnanna okkar. Kennarar vilja sjá nemendur blómstra og standa sig, þess vegna erum við í þessu starfi. Saman erum við sterkari. Gangi ykkur vel í haust og farsælt komandi skólaár! Áfram æska landsins, áfram menntun, áfram samstarf og samstaða! Höfundur er faðir og umsjónarkennari í grunnskóla.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun