Vöntun á sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd á Austurlandi Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun