Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um verkefni dagsins til klukkan 18 í dag.
Þá var slökkviliðið kallað á vettvang eftir að aðili kveikti í ruslagám. Nokkur eldur var kominn í gáminn þegar slökkviliðið kom á vettvang. Gerandi er þekktur hjá lögreglu og verið er að leita að honum.
Nokkrir voru handteknir grunaðir um vörslu fíkniefna, eða akstur undir áhrifum þeirra.