Þessir nýju drykkir eru nú þegar til sölu í verslunum Bónus og Hagkaupa og eru ætlaðir til að mæta þörfum neytenda sem leita eftir heilbrigðum og náttúrulegum valkostum.

Fjölskyldan á bak við Hreppamjólk
Hreppamjólk er fjölskyldufyrirtæki þar sem öll fjölskyldan leggur hönd á plóg. Það var stofnað með það að markmiði að bjóða neytendum hágæða mjólkurvörur beint frá Fjölskyldubúinu. Fjölskyldan er stolt af því að viðhalda hefðbundnum framleiðsluaðferðum þar sem áhersla er lögð á hollustu og gæði. Allar vörur Hreppamjólkur eru ófitusprengdar og mjólkin kemur beint frá Fjölskyldubúinu sem tryggir rekjanleika og ferskleika.
Uppspretta Hreppa Skyrdrykkjanna
Markmið okkar hefur alltaf verið að vinna vörurnar sem minnst og höfum við fundið frá viðskiptavinum okkar að það sé aukin eftirspurn eftir vörum án viðbætts sykurs. Þróun hófst síðasta sumar og ferlið og tilraunir hafa skilað sér í hollum og bragðgóðum skyrdrykkjum.

Sérstaða vörunnar
Skyrdrykkir Hreppamjólkur eru sérstakir vegna ófitusprengdu mjólkurinnar, sem rannsóknir hafa sýnt að geti verið betri fyrir fólk með laktósaóþol. Með því að fitusprengja ekki mjólkina fáum við meira bragð og rjómakenndari áferð. Einnig er fituinnihald hennar aðeins breytilegt eftir árstíðum.
Mjólkin okkar er einnig fitumeiri en hefðbundin mjólk í verslunum, þar sem við notum hana nánast beint af kúnni. Vörurnar innihalda engan viðbættan sykur eða sætuefni, sem gerir þær að heilbrigðum valkosti fyrir alla aldurshópa.
Framtíðaráform
Skyrdrykkirnir eru til sölu í verslunum Bónus og Hagkaupa og vonumst við til að ná til fleiri verslana í framtíðinni, jafnvel erlendis. Ísland er hinn fullkomni tilraunamarkaður fyrir þróun nýrra heilsusamlegra mjólkurafurða.

Með þessum nýju drykkjum erum við að auka fjölbreytni á mjólkurmarkaði og bjóða upp á heilsusamlegar og náttúrulegar vörur fyrir alla eins nálægt upprunanum og mögulegt er með fullkomnum rekjanleika.
Skyrdrykkirnir okkar eru fullkomnir fyrir hraðan lífsstíl samtímans og bjóða upp á ljúffengt og næringarríkt millimál án viðbætts sykurs hvenær sem er dagsins. Tilvalið fyrir ungabörn, sem nesti í skólann, ræktina, golfið eða hvar svo sem er þörf á hollu næringarríku millimáli.