„Mýkri leiðir í hörðum heimi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 17:48 Halla og Björn á leið í Alþingissalinn. vísir/rax „Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti, fyrir það traust sem mér og okkur hjónum er sýnt. Þakklát foreldrum mínum, sem gáfu mér gott veganesti út í lífið. Og ég er þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu, og leitt framfarir.“ Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss. Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss.
Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19