Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar fyrir árið 2023. Þá voru 43,5% landsmanna á aldrinum 25-34 ára með háskólamenntun, 31,3% karla og 57,5% kvenna. Tæp 19% 25-34 ára íbúa höfðu eingöngu lokið grunnmenntun og tæp 38% höfðu lokið menntun á framhaldsskólastigi.
Hlutfall 25-34 ára íbúa með háskólamenntun á höfuðborgarsvæðinu var 48,5% en 33,4% utan höfuðborgarsvæðisins.
Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 45% 25-34 ára íbúa ríkja þess með háskólamenntun en meðaltalið árið 2023 var 43,1%. Ísland var því naumlega yfir meðaltalinu.
Á grafinu að neðan má sjá hvernig fjöldi kvenna með háskólamenntun hefur aukist ár frá ári frá 2020. Á sama tíma hefur körlunum heldur fækkað en hlutfallið hefur verið í kringum þriðjung undanfarinn áratug. Munurinn var fjögur prósent árið 2003 en er nú 26 prósent og hefur aldrei verið meira.