Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júlí 2024 19:00 Ferðamenn á Suðausturlandi hafa lent í ýmsu eftir að stórt jökulhlaup kom úr Mýrdalsjökli í gær. Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir marga ferðamenn í Vík vegna ástandsins. Vísir Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þjóðvegurinn við ánna Skálm fór í sundur í hlaupinu í gær á sjö hundruð metra kafla og þurfti að loka kaflanum milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs meðan unnið var að viðgerð. Þetta hefur haft mikil áhrif á marga ferðamenn á svæðinu sem hafa þurft að breyta ferðatilhögun sinni, afbóka herbergi, bóka ný og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Margir innlyksa í Vík Björn Þór Ólafsson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir nóg að gera í Vík þar sem margir ferðamenn hafa orðið innlyksa. „Við erum alveg vön svona ástandi yfir vetrartímann þegar vegir lokast en síður á sumrin. Það eru allar verslanir og veitingastaðir fullar af ferðmönnum. Ég heyrði í gærkvöldi af móður með þrjú börn sem þurfti gistingu hér í Vík vegna lokunarinnar en hún en var búin að bóka á Kirkjubæjarklaustri. Þá rekur fjölskylda mín ferðaþjónustu í Reynishverfi og þar voru gestir sem skruppu í Jökulsárlón í gær og hafa ekki komist til baka. Farangurinn varð hins vegar eftir. Þessir ferðamenn þurfa að keyra hringinn til Víkur til að nálgast dótið sitt,“ segir hann. Allir rólegir Ferðamenn virðist þó taka ástandinu með ró. „ Leiðsögumaður upp í Kötlujökli var með ferðamenn í íshellaferða í gær þegar hann fékk tilkynningu um jökulhlaupið og blés því ferðina af. Ferðamennirnir á staðnum urðu hins vegar bara fýldir yfir því og voru ekkert að stressa sig yfir því að það gæti komið eldgos,“ segir hann. Því hefur lengi verið spáð að Katla fari að gjósa og að jökulhlaup geti verið undanfari þess. Björn segir íbúa vel meðvitaða um þá hættu. „Það er alltaf smá hræðsla í fólki að Katla fari að gjósa en við teljum okkur vera þokkalega vel undirbúin ef til þess kemur,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira