Þetta segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
„Farvegurinn hefur breyst eitthvað pínu, þannig það er kannski ekki alveg að marka það sem við sjáum á mælunum núna. Það er ennþá hlaupvatn í ánni en þetta er orðið miklu miklu minna,“ segir hann
Skjálftar hafa verið í vestanverðum jöklinum í nótt.
Mögulega tvö hlaup í gær
Hann segir að líklegt sé að það hafi verið tvö hlaup í gangi í gær, það hafi verið líka í Emstruá og yfir í Markarfljóti, en það hafi verið miklu minna.
„Þetta er ekki alveg búið, við getum ekki sagt það. Við erum ennþá að fylgjast vel með, bæði vestanmegin og við Sólheimajökul líka,“ segir Böðvar Sveinsson.