Leikmenn í Bestu og Olís-deildunum bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir íþróttafólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson starfa sem sálfræðingar meðfram því að spila í efstu deild í handbolta og fótbolta. vísir/arnar Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum. „Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira