Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 11:56 Nýdönsk hefur gefið út nýtt lag í fyrsta skipti í þrjú ár. Von er á nýrri plötu á næstu mánuðum. Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri. Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri.
Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira