Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:03 Fréttaflokkurinn „Ólympíuleikar“ hefur verið merktur með vörumerkistákni á vefsíðu RÚV til þessa en til stendur að breyta því. Skjáskot af vef RÚV Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin. Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni. Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Nær öruggt er að fullyrða að það sé fordæmalaust að fréttamiðlar slengi vörumerkistákni við skráð vörumerki í skriflegri umfjöllun. Sú hefur þó verið raunin á vefsíðu RÚV í aðdraganda Ólympíuleikanna í ár. Þar hefur vörumerkistáknið ™ staðið við fréttaflokkinn „Ólympíuleikar“ fram að þessu. Ensk heiti Ólympíuleikanna eru skráð vörumerki Alþjóðaólympíunefndarinnar á Íslandi. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV, segir kröfuna um að heitið „Ólympíuleikar“ sé merkt með vörumerkistákni komi fram í ítarlegum bæklingi sem réttarhafar útsendinga frá leikunum eins og RÚV fái um hvað þeir mega og eiga að gera í umfjöllun sinni um þá. Sameiginlegt lógó Ólympíuleikanna í París og RÚV þarf að fylgja umfjöllun þess síðarnefnda. Ólympíunefndin þurfti að samþykkja sérstaklega að RÚV væri þar kallað heimili Ólympíuleikanna frekar en alþjóðlegur útsendingaaðili.Skjáskot af vef RÚV „Við vorum bara að fylgja nákvæmlega því sem við erum beðin um að gera,“ segir Hilmar. RÚV hafi þó gert athugasemd við þetta og býst Hilmar við að táknið verið fjarlægt af vefsíðunni, jafnvel strax í dag. Erlendir fjölmiðlar sem senda frá leikunum hafa ekki notað vörumerkistáknið í sinni umfjöllun. Allt þarf svo að hljóta náð fyrir augum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Þannig þurfti RÚV einnig að leggja það fram og fá samþykkt frá nefndinni að fá að nota orðalagið „heimili Ólympíuleikanna“ sem þótti þjálla en „alþjóðlegur útsendingaraðili“ í lógói sem verður einnig að fylgja umfjölluninni.
Fjölmiðlar Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Ríkisútvarpið Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira