Innlent

Sinnti ekki merkjum um að stoppa en reyndi ekki að komast undan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fremur óhefðbundna eftirför í gær þegar ökumaður virtist hunsa merki um að stöðva bifreið sína. Viðkomandi ók þó hvorki yfir hámarkshraða né reyndi að flýja lögreglu.

Ökumaðurinn var að lokum króaður af með fleiri „lögreglutækjum“ og sagðist þá hafa verið að leita að stað til að stöðva bifreiðina. Hann reyndist ölvaður og án ökuréttinda. Var ökumaðurinn handtekinn en látinn laus eftir blóðsýnatöku.

Tveir voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna í gærkvöldi eða nótt og fundust fíkniefni, hnífur, piparúði og rafvopn við leit í bifreið þeirra. Báðir voru vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknarhagsmuna.

Tveir voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum og þá svaraði lögregla útkalli vegna unglingspilts með hníf við Hagkaup í Skeifunni en sá fannst ekki þrátt fyrir leit. Tekið var fram að hann hefði ekki verið að ógna eða hóta með hnífnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×