Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 19:18 Myndin er úr safni. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna. Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna.
Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira