Heilbrigð skynsemi Einar Scheving skrifar 25. júlí 2024 14:00 Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi. Þetta er vandamál alls staðar í heiminum, en sennilega hvergi jafn ljóslifandi og á Íslandi og þá líklega sökum smæðar. Mér var hugsað til þessa fyrirbæris þegar ég rakst á áhugavert viðtal við Chase Hughes, sérfræðing í mannlegri hegðun. Hughes vitnar m.a. í skrif Edward Bernays, sem er af mörgum talinn faðir áróðurs-fræðinnar. Í samhengi stjórnmála og auglýsinga, segir Hughes að það sé eitt að fá einhvern til að tileinka sér hugmynd, en allt annað þegar þú færð einhvern til að tileinka sér sjálfsmynd (identity). „Ef ég get sannfært þig um að segja ,ég er’ í stað ,ég hugsa’, þá get ég í raun fengið þig til að gera hvað sem er. Þegar sjálfsmyndin er annars vegar, þá eru engin takmörk fyrir þeirri andlegu mótstöðu sem við beitum gegn því að gera eitthvað sem fellur utan hennar. Þetta á bæði við um öfga-vinstrið og öfga-hægrið. Ef ég get spilað með sjálfsmynd þína, þá lendirðu í vitsmunalegri flækju (cognitive dissonance), en þetta er frasi sem við notum til að lýsa því þegar eitthvað sem þú trúir rímar ekki við veruleikann.“ Merkilegt nokk, þá orðaði Pétur Þorsteinsson, móðurbróðir minn hlutina svipað, þegar hann ræddi við mig um daginn um yfirtöku hugmyndafræðinnar á heilbrigðri skynsemi: „Teorían hlýtur að vera rétt, jafnvel þótt raunveruleikinn sé rangur.“ Hughes segir einnig: „Þú getur fengið einhvern til að gera nánast hvað sem er ef það er útfrá sjálfsmynd í stað hugmynda…Mótun sjálfsmyndar hefst alltaf á því að láta manneskju trúa því að hún sé betri en aðrir með því einu að segja: ,Ég er í þessu liði…og þess vegna er ég sjálfkrafa klárari og betri en hitt liðið.’ Næsta skref er að fólk fái tilfinningu fyrir hugtakinu ,við á móti þeim.’ Ef það skyldi ekki vera öllum augljóst, þá sjáum við þessa þætti kristallast út um allt í samfélaginu. Við erum hjarðdýr og tugþúsundára gamall varnar-mekanismi gerir það að verkum að við sækjumst eftir því að vera í hópum, enda veitir hópurinn vernd frá rándýrum. Hughes nefnir einnig hversu gríðarleg uppgötvun það var fyrir hann þegar hann áttaði sig á því að heili mannsins er ekki með neinn eldvegg - að það geti m.ö.o. hvaða hugmynd sem er sloppið í gegn og nefnir hann til dæmis hvernig hægt er að sannfæra eldklára manneskju um að ganga í sértrúarsöfnuð. Sjálfur er sannfærður um að það séu í lítil takmörk fyrir því hve stórir þessir söfnuðir geta verið og að þeir séu mögulega allt í kringum okkur. Þegar búið er að normalísera orðræðu og hegðun þeirra þá hættum við að taka eftir þeim. Á árunum fyrir hrun, þá stóðu íslenskir bankamenn framar kollegum sínum á Norðurlöndum. (Raunveruleikinn er aukaatriði, manstu). Þetta var þeirra sjálfsmynd, en stjórnmálamenn og forseti Íslands voru svo öflugar klappstýrur (áróðursvélar) að það að vera best í bankamálum var m.a.s. segja orðið að sjálfsmynd þjóðarinnar. Við vorum jú, stórasta land í heimi. Svo mætir allt í einu einhver danskur hagfræðingur óboðinn í partíið og segir okkur að sjálfsmynd okkar sé byggð á sandi. Sá sem ræðst að sjálfsmynd þjóðarinnar er auðvitað svikari sem þurfti einfaldlega á endurmenntun að halda. Sjálfsmyndin hélst því óbreytt og við þekkjum eftirmálana. Þegar Covid gekk yfir þá var ég einn af þeim sem gengu ekki þráðbeint í takt við hópinn, enda hlustaði ég á varnarraddir aragrúa erlendra sérfræðinga um að dæmið væri ekki jafn borðleggjandi og okkur var gert að trúa. Þar með opnaðist fyrir skotleyfi á mig og hefðu margir verið fegnir að sjá fólk í minni stöðu missa vinnuna og jafnvel æruna. Engu máli skiptir að flest það sem téðir erlendu sérfræðingar vöruðu við hafi komið á daginn; ég gekk ekki í takt við nokkuð samstillta sjálfsmynd þjóðarinnar og var því óvinur, a.m.k. um tíma. Skotleyfi númer tvö hef ég væntanlega kallað yfir mig þegar ég skrifaði grein fyrir nýafstaðnar forsetakosningar, þar sem mér þótti það móðgun við heilbrigða skynsemi þegar prófessor við Háskóla Íslands hélt því fram í fúlustu alvöru að kvenhatri væri um að kenna að margir vildu ekki sjá fyrrum forsætisráðherra fara yfir í forsætisembættið, jafnvel þótt þrír efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnunum væru konur. Með því að beita heilbrigðri skynsemi í máli sem snertir kynjamál, þá var ég sennilega að styggja ákveðna hugmyndafræði. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist svo ósmekkleg færsla á Fésbókinni fyrr í vikunni, þar sem ég, ásamt reyndar hálfum jazzbransanum, var t.d. sakaður um karlrembu og forréttindafrekju - hluti sem eru eins fjarri mínu eðli og hugsast getur. Skipti þá allt í einu engu máli hvaða mann ég hef á minni rúmlega hálfrar-aldar ævi haft að geyma. Ég hef verið starfandi tónlistarmaður í 35 ár, bæði hérlendis og erlendis, og hef ég spilað pop, jazz, klassík og leikhústónlist jöfnum höndum öll þessi ár, þ.á.m. með hópum þar sem kvenfólk er í meirihluta, t.a.m. með Sinfoníuhljómsveitum Íslands og Norðurlands. Einnig hef ég starfað við virtan tónlistarháskóla erlendis, auk þess að kenna við tvo tónlistarskóla hér heima. Ég hef átt frábært samstarf við aragrúa fólks af báðum kynjum, hvort heldur sem tónlistamaður eða kennari, verið vel liðinn á öllum þessum stöðum og tel mig yfirhöfuð heppinn að eiga góða vini og samstarfsfólk í tónlistarbransanum óháð kyni. Svo þegar ein manneskja sem ég þekki lítið og hef aldrei starfað með sakar mig um fjarstæðukennda og áðurnefnda hluti, þá hlýtur það allt í einu að vera satt og rétt. Fjöldi fólks, m.a.s. samstarfsfólk mitt stökk á þennan vagn án þess að depla auga. Eins og Pétur frændi orðaði það: „teórían hlýtur að vera rétt, jafnvel þótt raunveruleikinn sé rangur.“ Það merkilega er að á undanförnum dögum hef ég fengið helling af fallegum skilaboðum og símtöl frá samstarfsfólki og í meiri hluta frá konum. Karlarnir þora síður að snerta á þessum málum - skiljanlega. Það mætti vel halda því fram að ég hefði betur látið vera að svara fyrir mig, en persónuníð og atvinnurógur eru ekki léttvægir hlutir. Ég trúi því einlæglega að þegar verulega gildishlaðin orð - orð sem almennt tengjast viðbjóðslegum glæpum - eru gjaldfelld með því að láta þau falla um heiðarlega menn, að það veiki jafnréttisbaráttuna frekar en að styrkja hana. Það er hellingur af alvöru karlrembum, skíthælum - að ég tali nú ekki um kynferðisofbeldismönnum - út um allt, en pössum okkur að hugmyndafræðin yfirtaki ekki heilbrigða skynsemi að því marki að allir karlmenn verði sama marki brendir. Hvort ætlunin hafi verið að reyna að slaufa einum af þeim sem dansar ekki alltaf í takt við þjóðarpúlsinn skal ég ekki segja. En þrátt fyrir svefnleysi og kvíða undanfarna daga, þá mun ég halda ótrauður áfram að gera það sem ég geri best (eða verst, eftir smekk) - að búa til tónlist og spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem við Íslendingar eigum. Okkar litli jazzbransi má einfaldlega ekki við svona ósætti og langar mig því að bjóða aðilanum sem ritaði færsluna í kaffibolla þannig að við getum sett þetta leiðindamál aftur fyrir okkur og horft fram á veginn sameinuð en ekki sundruð. Ef í ljós kemur að ég hafi með einhverjum hætti sært hana ómeðvitað, þá mun ég að sjálfsögðu biðjast afsökunar. Ég veit að ég tala fyrir marga karlkyns-kollega mína, að við fögnum því alltaf þegar fleiri kvenkyns hljóðfæraleikarar og söngvarar bætast í jazzflóruna, sem og alla aðra flóru, en það má alltaf bæta um betur. Það er mín von að Jazzhátíð Reykjavíkur, sem hefst eftir u.þ.b. mánuð fái töluvert meiri umfjöllun í fjölmiðlum en þetta mál og að öll dýrin í skóginum megi vera vinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Við erum á vondum stað þegar hugmyndafræði af ýmsum toga er á góðri leið með að yfirtaka heilbrigða skynsemi. Þetta er vandamál alls staðar í heiminum, en sennilega hvergi jafn ljóslifandi og á Íslandi og þá líklega sökum smæðar. Mér var hugsað til þessa fyrirbæris þegar ég rakst á áhugavert viðtal við Chase Hughes, sérfræðing í mannlegri hegðun. Hughes vitnar m.a. í skrif Edward Bernays, sem er af mörgum talinn faðir áróðurs-fræðinnar. Í samhengi stjórnmála og auglýsinga, segir Hughes að það sé eitt að fá einhvern til að tileinka sér hugmynd, en allt annað þegar þú færð einhvern til að tileinka sér sjálfsmynd (identity). „Ef ég get sannfært þig um að segja ,ég er’ í stað ,ég hugsa’, þá get ég í raun fengið þig til að gera hvað sem er. Þegar sjálfsmyndin er annars vegar, þá eru engin takmörk fyrir þeirri andlegu mótstöðu sem við beitum gegn því að gera eitthvað sem fellur utan hennar. Þetta á bæði við um öfga-vinstrið og öfga-hægrið. Ef ég get spilað með sjálfsmynd þína, þá lendirðu í vitsmunalegri flækju (cognitive dissonance), en þetta er frasi sem við notum til að lýsa því þegar eitthvað sem þú trúir rímar ekki við veruleikann.“ Merkilegt nokk, þá orðaði Pétur Þorsteinsson, móðurbróðir minn hlutina svipað, þegar hann ræddi við mig um daginn um yfirtöku hugmyndafræðinnar á heilbrigðri skynsemi: „Teorían hlýtur að vera rétt, jafnvel þótt raunveruleikinn sé rangur.“ Hughes segir einnig: „Þú getur fengið einhvern til að gera nánast hvað sem er ef það er útfrá sjálfsmynd í stað hugmynda…Mótun sjálfsmyndar hefst alltaf á því að láta manneskju trúa því að hún sé betri en aðrir með því einu að segja: ,Ég er í þessu liði…og þess vegna er ég sjálfkrafa klárari og betri en hitt liðið.’ Næsta skref er að fólk fái tilfinningu fyrir hugtakinu ,við á móti þeim.’ Ef það skyldi ekki vera öllum augljóst, þá sjáum við þessa þætti kristallast út um allt í samfélaginu. Við erum hjarðdýr og tugþúsundára gamall varnar-mekanismi gerir það að verkum að við sækjumst eftir því að vera í hópum, enda veitir hópurinn vernd frá rándýrum. Hughes nefnir einnig hversu gríðarleg uppgötvun það var fyrir hann þegar hann áttaði sig á því að heili mannsins er ekki með neinn eldvegg - að það geti m.ö.o. hvaða hugmynd sem er sloppið í gegn og nefnir hann til dæmis hvernig hægt er að sannfæra eldklára manneskju um að ganga í sértrúarsöfnuð. Sjálfur er sannfærður um að það séu í lítil takmörk fyrir því hve stórir þessir söfnuðir geta verið og að þeir séu mögulega allt í kringum okkur. Þegar búið er að normalísera orðræðu og hegðun þeirra þá hættum við að taka eftir þeim. Á árunum fyrir hrun, þá stóðu íslenskir bankamenn framar kollegum sínum á Norðurlöndum. (Raunveruleikinn er aukaatriði, manstu). Þetta var þeirra sjálfsmynd, en stjórnmálamenn og forseti Íslands voru svo öflugar klappstýrur (áróðursvélar) að það að vera best í bankamálum var m.a.s. segja orðið að sjálfsmynd þjóðarinnar. Við vorum jú, stórasta land í heimi. Svo mætir allt í einu einhver danskur hagfræðingur óboðinn í partíið og segir okkur að sjálfsmynd okkar sé byggð á sandi. Sá sem ræðst að sjálfsmynd þjóðarinnar er auðvitað svikari sem þurfti einfaldlega á endurmenntun að halda. Sjálfsmyndin hélst því óbreytt og við þekkjum eftirmálana. Þegar Covid gekk yfir þá var ég einn af þeim sem gengu ekki þráðbeint í takt við hópinn, enda hlustaði ég á varnarraddir aragrúa erlendra sérfræðinga um að dæmið væri ekki jafn borðleggjandi og okkur var gert að trúa. Þar með opnaðist fyrir skotleyfi á mig og hefðu margir verið fegnir að sjá fólk í minni stöðu missa vinnuna og jafnvel æruna. Engu máli skiptir að flest það sem téðir erlendu sérfræðingar vöruðu við hafi komið á daginn; ég gekk ekki í takt við nokkuð samstillta sjálfsmynd þjóðarinnar og var því óvinur, a.m.k. um tíma. Skotleyfi númer tvö hef ég væntanlega kallað yfir mig þegar ég skrifaði grein fyrir nýafstaðnar forsetakosningar, þar sem mér þótti það móðgun við heilbrigða skynsemi þegar prófessor við Háskóla Íslands hélt því fram í fúlustu alvöru að kvenhatri væri um að kenna að margir vildu ekki sjá fyrrum forsætisráðherra fara yfir í forsætisembættið, jafnvel þótt þrír efstu frambjóðendurnir samkvæmt skoðanakönnunum væru konur. Með því að beita heilbrigðri skynsemi í máli sem snertir kynjamál, þá var ég sennilega að styggja ákveðna hugmyndafræði. Eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist svo ósmekkleg færsla á Fésbókinni fyrr í vikunni, þar sem ég, ásamt reyndar hálfum jazzbransanum, var t.d. sakaður um karlrembu og forréttindafrekju - hluti sem eru eins fjarri mínu eðli og hugsast getur. Skipti þá allt í einu engu máli hvaða mann ég hef á minni rúmlega hálfrar-aldar ævi haft að geyma. Ég hef verið starfandi tónlistarmaður í 35 ár, bæði hérlendis og erlendis, og hef ég spilað pop, jazz, klassík og leikhústónlist jöfnum höndum öll þessi ár, þ.á.m. með hópum þar sem kvenfólk er í meirihluta, t.a.m. með Sinfoníuhljómsveitum Íslands og Norðurlands. Einnig hef ég starfað við virtan tónlistarháskóla erlendis, auk þess að kenna við tvo tónlistarskóla hér heima. Ég hef átt frábært samstarf við aragrúa fólks af báðum kynjum, hvort heldur sem tónlistamaður eða kennari, verið vel liðinn á öllum þessum stöðum og tel mig yfirhöfuð heppinn að eiga góða vini og samstarfsfólk í tónlistarbransanum óháð kyni. Svo þegar ein manneskja sem ég þekki lítið og hef aldrei starfað með sakar mig um fjarstæðukennda og áðurnefnda hluti, þá hlýtur það allt í einu að vera satt og rétt. Fjöldi fólks, m.a.s. samstarfsfólk mitt stökk á þennan vagn án þess að depla auga. Eins og Pétur frændi orðaði það: „teórían hlýtur að vera rétt, jafnvel þótt raunveruleikinn sé rangur.“ Það merkilega er að á undanförnum dögum hef ég fengið helling af fallegum skilaboðum og símtöl frá samstarfsfólki og í meiri hluta frá konum. Karlarnir þora síður að snerta á þessum málum - skiljanlega. Það mætti vel halda því fram að ég hefði betur látið vera að svara fyrir mig, en persónuníð og atvinnurógur eru ekki léttvægir hlutir. Ég trúi því einlæglega að þegar verulega gildishlaðin orð - orð sem almennt tengjast viðbjóðslegum glæpum - eru gjaldfelld með því að láta þau falla um heiðarlega menn, að það veiki jafnréttisbaráttuna frekar en að styrkja hana. Það er hellingur af alvöru karlrembum, skíthælum - að ég tali nú ekki um kynferðisofbeldismönnum - út um allt, en pössum okkur að hugmyndafræðin yfirtaki ekki heilbrigða skynsemi að því marki að allir karlmenn verði sama marki brendir. Hvort ætlunin hafi verið að reyna að slaufa einum af þeim sem dansar ekki alltaf í takt við þjóðarpúlsinn skal ég ekki segja. En þrátt fyrir svefnleysi og kvíða undanfarna daga, þá mun ég halda ótrauður áfram að gera það sem ég geri best (eða verst, eftir smekk) - að búa til tónlist og spila með öllu því frábæra tónlistarfólki sem við Íslendingar eigum. Okkar litli jazzbransi má einfaldlega ekki við svona ósætti og langar mig því að bjóða aðilanum sem ritaði færsluna í kaffibolla þannig að við getum sett þetta leiðindamál aftur fyrir okkur og horft fram á veginn sameinuð en ekki sundruð. Ef í ljós kemur að ég hafi með einhverjum hætti sært hana ómeðvitað, þá mun ég að sjálfsögðu biðjast afsökunar. Ég veit að ég tala fyrir marga karlkyns-kollega mína, að við fögnum því alltaf þegar fleiri kvenkyns hljóðfæraleikarar og söngvarar bætast í jazzflóruna, sem og alla aðra flóru, en það má alltaf bæta um betur. Það er mín von að Jazzhátíð Reykjavíkur, sem hefst eftir u.þ.b. mánuð fái töluvert meiri umfjöllun í fjölmiðlum en þetta mál og að öll dýrin í skóginum megi vera vinir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun