Höfðu algerlega rétt fyrir sér Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 10:48 „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar