Þessi 25 ára gamli Frakki kom til félagsins frá Bayer Leverkusen síðasta sumar fyrir fjörutíu milljónir evra. Hann skoraði tíu mörk og gaf níu stoðsendingar í alls 54 leikjum fyrir félagið.
The Athletic greinir frá því að Aston Villa selji hann nú á sextíu milljónir.
Aston Villa hefur styrkt sig úti á vængjunum í sumar. Samuel Illing-Junior, Lewis Dobbin og Jaden Philogene eru allir nýkomnir til félagsins og þá er Cameron Archer á leið aftur úr láni. Allir geta þeir spilað úti á hvorum kanti líkt og Diaby.
Hjá Al-Ittihad eru fyrir nokkur þekkt nöfn; Karim Benzema, Fabinho, N‘Golo Kante og þjálfarinn Laurent Blanc.
Moussa Diaby is ready to go ✔️🐅
— Ittihad Club (@ittihad_en) July 25, 2024
pic.twitter.com/mduqCRg7sb