„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 08:01 Glódís Perla fagnar sigrinum á Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg. Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira