„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 08:01 Glódís Perla fagnar sigrinum á Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg. Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Glódís segir tilfinninguna hafa verið sérstaklega góða í hópnum komandi inn í verkefnið fyrr í mánuðinum. „Maður fann það, þegar ég kom inn í verkefnið, að það var ótrúlega mikill hugur í liðinu, góð einbeiting og mikill kraftur frá fyrstu æfingu út alla vikuna. Það var mjög gaman og maður fékk svo mikla orku við að koma inn í hópinn. Það skiptir ótrúlega miklu máli og okkur langaði að klára þetta á heimavelli,“ segir Glódís Perla. En hversu stórt er þetta, að vinna Þýskaland 3-0? „Þetta er gríðarlega stórt. Það er ótrúlega gaman að hugsa til baka hvað þetta var frábær dagur í alla staði. Að vinna Þýskaland, ekki bara fyrir slysni, ef maður getur orðað það svoleiðis. Við áttum það skilið. Að vinna þær 3-0, ég held þetta sé stærsta tap Þýskalands í mörg ár,“ „Þeim finnst örugglega vandræðalegt að hafa tapað á móti okkur. Það er gaman fyrir mig af því að ég spila úti líka,“ segir Glódís brosandi. Umræðan af hinu góða, þó misjöfn sé Landsliðið hefur sætt gagnrýni síðustu misseri sem það svaraði sannarlega fyrir með þessum stóra sigri. En hvað gefur Glódís Perla fyrir þá gagnrýni? „Mega ekki allir vera með sína skoðun. Ég hef alltaf sagt það, fólk má hafa þær skoðanir sem það vill. Hins vegar eru rosalega margt fólk að tjá sig sem veit ekkert, veit lítið um kvennafótbotla og fylgist ekkert með,“ „Og það er rosalega auðvelt að fylgjast með í dag. Ef mann langar að hafa skoðun á þessu og að tjá sig er mjög auðvelt að vera upplýstur. En nei, nei það er bara flott að það sé umræða og ég held að það sé lykillinn í þessu, að það sé umræða og að fólki sé ekki sama,“ segir Glódís. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri bútar úr viðtalinu við Glódísi verða birtir á næstu dögum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira