Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2024 12:07 Mohamad Thor Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjaness þegar mál á hendur honum var þingfest. Þá hét hann Mohamad Kourani. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03